föstudagur, 25. júlí 2008

Takmarkaður fjöldi frábærra?

Lenti á gáfumannaspjalli á dögunum. Upp úr viðmælanda mínum datt þetta:

"Við eigum einn ágætis fótboltamanna, kannski einn góðan gítarleikara í London, við áttum ágætis stangastökkvara fyrir nokkrum árum, einn fínan knattspyrnuþjálfara sem nú er búið að reka og einhvern tímann áttum við frábæran þrístökkvara. Af hverju í andskotanum skildum við þá eiga fullt af góðum ráðherrum og 63 þingmenn á heimsmælikvarða? Það kemur aldrei til greina!!"

Þetta meikaði sense þegar ég heyrði það.....

föstudagur, 18. júlí 2008

Þjófnaður í kaupfélaginu

Varð vitni að þjófnaði í Kaupfélaginu. Mætti konu um þrítugt við innganginn, leit í augun á henni og fannst hún falleg. Hún leit á mig flóttalegum augum, og ég fékk á tilfinninguna að mér hefði verið of starstýnt á hana.
Ástæð flóttlegrar ásýndar hennar kom í ljós þremur sekúndum seinna. Þjófavarnarhlið Kaupfélagsins byrjaði að pípa. Ástæðan var einhver flík sem hún hafði greinilega falið illa undir þröngri peysunni sinni. Enginn afgreiðslukona/maður í kaupfélaginu leit við, og þjófurinn rölti sér í rólegheitunum út á stéttina fyrir utan, þar kveikti hún sér í þröngri Capri sígarettu.

Það er kaldhæðnislegt að eini glæpurinn sem ég hef orðið vitni að á Egilsstöðum, skuli vera framin af blökkukonu.

Króna/EURO