fimmtudagur, 29. mars 2012

Framtíðin gerist á hverjum degi

Ég velti því stundum fyrir mér hvort í alvörunni séu ekki til lausnir til að draga úr eða losna við verðtrygginguna á skömmum tíma.

1. Af hverju ekki að skattleggja alla verðtryggingu á húsnæðislánum sem bundin eru við vísitölu neysluverðs, svona ca.50%. Lántakendur fengju svo endurgreitt frá skattinum þau 50% sem ríkið hafði í tekjur af skatttökunni. Af hverju ekki? Þetta myndi skipta áhætunni af óstöðugu íslensku efnahagslífi milli lántakenda og lánaveitenda. Þessa lausn þarf enginn af 63 þingmönnum að efast um að sé lögleg, m.a.s. tiltölulega einfalt.

2. Af hverju ekki að banna öll ný húsnæðislán með verðtryggingu frá og með núna?

3. Af hverju ekki?

4. Ég veit að það myndi litlu breyta um fortíðina og í þessu felst engin leiðrétting. Framtíðin heldur hins vegar áfram. Verðum við ekki að gera ráð fyrir framtíðinni?

Króna/EURO