fimmtudagur, 29. desember 2011

Pönkast á mér ósmurðum

Ég er farinn að taka þessu mjög persónulega. Það er verið að pönkast á mér. Daglega. Duglega. Ég er ósmurður.

Um áramótin heldur eineltið áfram og mun taka nýjar hæðir. Jóhanna er búin að fá sér "strap on" og ég ligg varnarlaus handjárnaður við rúmstokkinn, nánast eins og í myndinni "Karlmenn sem hata konur".

Þegar að ég held að hámarkinu sé náð er skattheimta af eldsneyti hækkuð. Svona eins og til reyta mig eins og gæs. Common, æðislegt. Leikskólagjaldið hækkar á sama tíma. Frábært. Svo skilst mér að tóbakið hækki líka - ég veit að ég er ófullkominn að neyta tóbaks og líklega heimskur, en þetta mun hækka skuldir nágranna míns í gegnum neysluvísitölu og verðtryggingu þrátt fyrir að hann hafi aldrei tekið smók á sinni ævi.

Ég er ógeðslegur ræfill sem leyfilegt er að pönkast á til æviloka, og ef ég sætti mig ekki við það - þá þarf ég að flytja til fokkings Noregs af öllum stöðum. Yndislegt.

En að sjálfsögðu er ég bara gramur ræfill sem er að væla á netinu, og hef örugglega misskilið þetta allt saman. Það er nú fullt af gáfaðra fólki sem bloggar á Eyjunni sem getur örugglega útskýrt þetta fyrir mér af hverju þarf endilega að vera pönkast á mér ósmurðum, og getur sagt mér að tæknilega sé það ekki raunin - þetta sé aðeins tímabundið ástand sem varir venjulega frá 25 ára til 62 ára aldurs.

sunnudagur, 25. desember 2011

Félagsfræði 103


Hef tekið að mér að kenna í fyrsta skiptið. Mun verða lærifaðir í Félagsfræði 103. Hef ákveðið að framleiða mitt eigið kennsluefni. Hér er fyrsta glæran:

föstudagur, 23. desember 2011

Efri millistétt gæti gert ALLSKONAR

Nú skilst mér að ég og margir aðrir úr "efri millistétt" séum í miklum vandræðum með að ná endum saman. Sérstaklega má þá nefna mig og Tryggva Þór Herbertsson. Báðir höfum við þurft að borga með okkur. (Skil reyndar ekki út á hvað hugtakið "að borga með sér" gengur út á.)


Ég held í þá von að kollegar mínir úr "efri millistétt" sem eru alþingismenn noti "stórkostlegar" gáfur sínar til að hækka virði launa sín - þrátt fyrir að kjararáð hafi aðeins hækkað þau lítillega. Þetta geta þingmennirnir úr "efri millistétt" auðveldlega gert með lagasetningum sem ganga út á eftirfarandi: Frystingu vísitölu til verðtryggingar, betri (annan) gjaldmiðil og ALLSKONAR!

mánudagur, 19. desember 2011

Dýr slys, ódýrar lausnir

Það er talsvert rætt um Norðfjarðargöng þessa dagana á Austurlandi. Ástæðan er líklega sú að gleymst hefur að framkvæma þau og íbúarnir sem vonuðu – vona enn. Samgönguráðherra segir reyndar að ódýrara sé að moka fjallvegi heldur en gera göng, geri ráð fyrir að það sé algilt og eigi við um allt land.

Dýrar lausnir er oft á tíðum erfitt að fá framkvæmdar. Þrátt fyrir að hægt sé að sýna fram á þjóðarhagkvæmni til lengri tíma.

Austurlandið er afskekkt að mörgu leyti. Þar eru líka starfsmenn Vegagerðarinnar ansi einangraðir í hugsun. Salt er ekki notað nema á allra hættulegustu stöðum og afar lítið er um hálkuvarnir. Í lélegu skyggni gæti verið hægt að bjarga fleiri mannslífum með góðum hálkuvörnum og styttra millibili milli vegstikna, og fleiri vegriðum. Styttra millibil vegstikna fjölgar t.a.m. endurskinum og minnkar líkur á útafkeyrslum og umferð á röngum vegarhelmingu í lélegu skyggni. Það virðist þó einungis vera hægt að framkvæma slíka hluti annars staðar en á Austfjörðum.

Ég þekki það að sækja vinnu um Fagradal til Reyðarfjarðar. Ég hef upplifað það nokkrum sinnum undanfarin ár að keyra fram á alvarleg slys og jafnvel banaslys. Fólk á öllum aldri hefur týnt lífi í umferðinni á fjallvegum Austurlands, erfiðast er að sjá eftir ungu fólki sem sækir atvinnu og menntun milli þéttbýla á svæðinu.
Alvarlegt slys getur verið afar óhagkvæmt borgurum landsins, örorkubætur og heilbrigðiskostnaður getur reynst gífurlegur í áratugi eftir alvarleg slys. Því hlýtur það að vera sérstakt áhyggjuefni að Vegagerðin á Austurlandi sé svo einangruð frá raunveruleikanum að ekki sé hægt að framkvæma ódýrar slysavarnir á hættulegum leiðum um fjallvegina.

Ferskt er mínum huga er slys s.l. fimmtudag rétt við álverið í Reyðarfirði. Þá leið hafði ég keyrt á miðvikudagskvöld, á um 50-60 kílómetra hraða, á leið okkar hjóna til Eskifjarðar á Frostrósatónleika. Á 4-5 kílómetra kafla var þvottabretti úr rásuðum klakabunka á veginum og aðstæður vægast erfiðar fyrir fólksbíla á mjóum dekkjum. Keyrðum við m.a. fram á Toyota Yaris sem hafði snúist og kastast út af veginum, þar varð ekki slys. Ég hafði þá á orði að mjög dæmigert væri að ekkert væri að gert fyrr en alvarlegt slys hefði orðið. Daginn eftir varð ungur maður fyrir því á sama kafla að bíllinn hans rann til yfir á öfugan vegarhelming í veg fyrir bíl úr gagnstæðri átt. Tveir dveljast á Fjórðungssjúkrahúsinu eftir slysið og einn var sendur til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Þetta var atvik sem hægt var að koma í veg fyrir með ódýrri aðgerð á sviði hálkuvarna.

Þrátt fyrir að erfitt sé að fá veggöng á Austurland, þá hlýtur að vera hægt að framkvæma ÓDÝRAR úrbætur í slysavörnum á fjallvegum Austurlands. Það er hægt að sjá fyrir mörg slys og koma í veg fyrir þau.

fimmtudagur, 15. desember 2011

Mbl og stærðfræði

Þessi frétt mbl.is í dag:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/12/15/ibudalan_haekka_um_3_4_milljarda/

Þar er rætt um vísitölu neysluverðs og hvernig hún muni hækka um áramótin með hækkuðu áfengis- og tóbaksverði meðal annars. Alls muni vísitala neysluverð hækka um 0,2 prósentustig vegna bandorms ríkisstjórnarinnar.

Í fréttinni er sagt frá því að 10 milljón króna íbúðalán geti hækkað um 200 þúsund vegna þessa. Þetta er rangt reiknað. Hið rétta er að 10 milljón króna íbúðalán gæti hækkað um 20 þúsund vegna þessa. (1,002*10000000=10020000)

Gæti hafa munað einum aukastaf hjá blaðamanni. Gæti tekið að mér námskeið í verslunarreikningi í Hádegismóum.

Annars er ég brjálaður út í verðtrygginguna og finnst fáránlegt að ef einhver arabi í eyðimörkinni fer í vont skap, þá hækki olían og þar með lánin. Meikar varla nokkurn sense.

mánudagur, 12. desember 2011

Gunnarsstaðarökfræðin

Óvart las ég úr þessari frétt Eyjunnar um hvað Steingrímur frá Gunnarsstöðum sagði í þættinum Sprengisandi.

Þar vill Steingrímurinn meina að hann geti vart hætt í stjórnmálum með öll þessi verk á herðunum. Ef hann getur sagt: "Þetta tókst sem ég tók að mér", þá getur bara vel verið að hann sé sáttur við að hætta á einhverjum tímapunkti sem ég þekki ekki.

En ef honum tekst það ekki sem hann tók að sér, hver er þá eiginlega sáttur við að hann hætti ekki heldur haldi áfram!? Sá sem ekki getur það sem hann vill geta, á að sjálfsögðu að snúa sér að öðru. Ég vill endilega leiðrétta þessa Gunnarsstaðarökfræði, og hér með benda Steingrími á - sem er by the way mjög tíðrætt um þau skítverk sem hann er "lentur í" - s.s. benda honum á að skíturinn á Gunnarsstöðum er ennþá mokaður þótt hann sjái ekki um það. Þannig fyrirkomulag gæti verið mjög áhugavert í fjármálaráðuneytinu einnig.

fimmtudagur, 1. desember 2011

"latté lepjandi" draumurinn

Það er til ákveðinn þjóðfélagshópur sem er kallaður "latté-lepjandi". Ég hef undanfarin ár eytt ógrynni fjár til að reyna að tilheyra þessum hópi. Mestum hluta þessara fjármuna hef ég látið af hendi í Café-Valný á Egilsstöðum. Eigandi kaffihússins, Heba Hauksdóttir, hefur þó sagt við mig nýverið að ég geti ekki fallið inn í þá staðalímynd sem ég sækist eftir, þ.e. að tilheyra "latté-lepjandi". Til þess sé ég of almennur í klæðaburði og sé ekki nógu vel vaxin/safnaður skeggi. Þetta eru mér talsverð vonbrigði. Nú velti ég því fyrir mér hvort fjárútlátin hafi nú borgað sig, og hvort ég eigi nú að hætta að reyna að falla inn í "latté lepjandi" staðalímyndina og hætta að greiða fyrir svo gott kaffi. Kannski ef Heba væri sölumaður af guðs náð hefði hún látið í það skína að einhvern tíma, ef ég keypti nóg af þessum drykk, gæti ég tilheyrt "latté-lepjandi" hópnum.

Draumur minn um að verða "latté-lepjandi" virðist fjarlægur. Ég hef orðið þess áskynja að "latté-lepjandi" hugtakið snýst eiginlega ekkert um gott Café Latté.

Króna/EURO