mánudagur, 28. október 2013

Popplandsliðið í Kolgrafarfjörð

Ég er náttúruverndarsinni. Ég elska náttúruna. Ekkert veitir mér meiri fróun en útivera í fallegri náttúru, kyrrð og dýralífi.

Gálgahraunið þekki ég ekki neitt. Veit bara að það er til mikið af hrauni um allt land með slatta af mosa. Helstu náttúruverndarsinnar landsins létu sig ekki vanta þegar jarðýta Íslenskra aðalverktaka var ræst í gang á dögunum þarna í þéttbýlinu. Þetta er öflug sveit mótmælenda og kröftug.

Á sama tíma er síld að synda inn í Kolgrafarfjörð til að deyja í boði Vegagerðarinnar. Mikið vildi ég að landslið poppara og bloggara hefði tíma til að halda ball og poppa eftir aðgerðum í Kolgrafarfirði.  Þar sem þegar hefur orðið stórslys eftir inngrip Vegagerðar ríkisins í náttúru fjarðarins, og stefnir í fleiri.

Króna/EURO