fimmtudagur, 30. september 2010

Var það annar Björgvin?

Æj það er svo "frábært" að Björgvin skuli vera mættur á þing á nýjan leik eins og segir frá í frétt mbl.is

Mig langar svo að vita hvaða sérstöku hugsjónum hann mun berjast fyrir af lífi og sál. Hvernig hann muni sýna okkur öllum fram á það að þetta var ekki hann sem var heimskur viðskiptaráðherra árið 2007, heldur einhver annar gæi - sem bara óvart var nauðalíkur honum og hét sama nafni, einungis ekki jafn gáfaður hugsjónamaður.

Þröngt mega sáttir sitja! Þú ættir beita þér af alefli fyrir rýmra plássi fyrir þingmenn og þægilegri stólum Björgvin, það er ömurlegt að horfa upp á þetta.

miðvikudagur, 29. september 2010

Gömlukarlasamfélagið

Geir Haarde er peð sem eitt sinn var forsætisráðherra og þar áður fjármálaráðherra. Nú er hann hættur í stjórnmálum. Reyndar er ekki litið á fyrrverandi ráðherra og formenn Sjálfstæðisflokksins sem peð í Valhöll. Öllu heldur verða þeir eins konar skurðgoð, eða jafnvel skuggaformenn. Allur metnaður arftakanna til góðra verka fer í heppnaðar og misheppnaðar tilraunir til að ganga í augu skurðgoðanna og fá viðurkenningu eða þá jafnvel klapp á bakið.

Svona eins og litlir drengir sem gera allt það mögulega og ómögulega til ganga í augun á feðrum sínum.

Sambönd af þessu tagi er samfélagsskemmandi og koma í veg fyrir að drýgðar verði hetjudáðir við stjórn eða óstjórn landsins. Á þennan hátt hefur tekist að skapa eins konar "gömlukallaþjóðfélag" þar sem litlu kórdrengirnir syngja falskettur.

Það sama á við um Samfylkinguna sem er að verða ansi þreyttur saumaklúbbur. Þar reynir ekki lengur nein einasta kerling einu sinni að koma með góða köku á saumaklúbbskvöldin. Þar eru einungis lesin gömul prjónablöð, og kjaftað um hve Bogga hafi verið magnað prjónakvendi þótt allir hafi séð að hún kunni vart að telja lykkjur eða hvað þá lært garðaprjón.

Við búum í "gömlukerlinga- og gömlukarlaþjóðfélagi". Eða erum föst í lélegri sænskri bíómynd, þar sem bestu rökin sem færð eru fram eru: "Nei þú!"

Svei mér þá ef samfélagið er ekki komið með pípandi renniskít af öllu því maðkaða mjöli er það hefur í sig látið.

mánudagur, 27. september 2010

Að éta grjón

Hef tekið ástfóstri við nýja vöru frá MS. Það mun vera sérlega ljúffengur grjónagrautur. Lífið hefur atvikast þannig að engin á heimilinu gefur sér tíma til að mauksjóða grjónin að hætti ömmu gömlu. En nú er hægt að kaupa mauksoðinn alvöru grjóngraut á skyrdósum frá MS. Ekki slæmt.

Mikið að gerðist eitthvað jákvætt á klakanum. Mæli með fálkaorðunni til handa þeim snillingi er lagar grautinn.

laugardagur, 18. september 2010

Einbeittur "hrokavilji"

Boggan segir Atla Gíslason vera haldinn einbeittum vilja til ákæru. Lái honum hver sem vill. Stutt skeið indverskrar "jógaeinlægni" Boggunnar er liðið, og hrokinn er farinn að heimsækja Bogguna á ný. Spurning hvort Boggann er haldinn einbeittum "hrokavilja."?

laugardagur, 11. september 2010

Að skrifa með saurbleki

Andri Snær Magnason skrifar þessa meinhæðnu grein í Fréttablaðið.

Okei, það virðist lítið mál fyrir Andra að fylla blekbyttu sína af saur og draga hann á pappír þar til 101 Reykjavík lyktar af bleki hins heilaga sannleiks - skítalykt.

Skrif Andra eru senn fyndin, kaldhæðin og barnaleg. Svona rétt eins og trúarofstæki - engin millivegur, alls engin málamiðlun. Aðeins sleggjudómar og fordómar, sé þefað betur af skítablekinu.

Tölulegar afbakaðar staðreyndir, vænisýki og skemmtilegur svartur húmor. Ágæt blanda og fín í skáldsögur og gamanþætti. Það var eins og vantaði setninguna "Nei djók." svona rétt í lokin. En hún kom aldrei - manninum er semsagt ALVARA.

ER og VAR

Það er rétt hjá Jóhönnu, sem eftir henni er haft hér. Auðvitað er um að ræða áfellisdóm yfir alþingi, stjórnkerfið og stjórnarhætti eins og þeir ERU og VORU. Það sem VAR það ER, af því ekkert hefur jú breyst - mér vitanlega. Það sem breytist ekki, það ER.

miðvikudagur, 8. september 2010

Vísindamenn í LÍÚ

LÍÚ er áhrifamestu og fámennustu hagsmunasamtök á Íslandi. Þau eru einu hagsmunasamtökin nú á dögum sem virðast geta hafa slíkt hreðjatak á stjórnvöldum að undrum sætir. Í LíÚ er nokkrir tugir vindlatottandi útgerðarmanna sem telja það að fiskveiðar séu flóknari en eldflaugavísindi og að hugsanlega muni þær leggjast af ef tekjur af þeim renna í fleiri vasa.

Íslenskir fjölmiðlar eru svo sólgnir í að birta auðvelt fengið efni, að þeir hafa óafvitandi gert LÍÚ að einum fárra máttarstólpa íslensks samfélags.

Ég leyfi mér að efast um að ráðandi öfl innan LÍÚ telji fleiri kvikindi en félag Íslenskra bólstrara.

Króna/EURO