þriðjudagur, 24. janúar 2012

Bla bla jólakaka

Þar sem að gáfurnar þvælast nú ekkert ofboðslega fyrir mér skil ég ósköp lítið í því hvers vegna heilu vikurnar fara í það að ræða mál sem var komið í farveg á alþingi og afgreitt. Ennþá síður skil ég hvernig "leiðtogar" stjórnarflokkanna fara að því að koma sér og þingmönnum sínum í svo mikil vandræði.

Enn þá síður skil ég ekki af hverju 63 x þingmaður spá ekki allir í því í einu og leggist á eitt um að verða til gagns. (Kannski slöpp hugmynd)

Ég fæ ógeð þegar ég hugsa til þess að í seinustu viku hafi ég í alvörunni spáð í hvað Sigmundur Ernir var að gera í Búrkína Fasó.

Þessa vikuna ætla ég að spá í íslenska landsliðið í handbolta og hvers vegna logar ekki bál á Austurvelli.

laugardagur, 14. janúar 2012

Skotbardagar lögreglunnar

Íslenskir löggumenn vilja fá byssur í beltið, til þess að skjóta tilbaka á glæpamenn sem nota byssur til að ráðast á þá. Samt hef ég aldrei heyrt um að lögreglumaður hafi verið skotinn á Íslandi, hvað þá lent í skotbardaga. Mest eru það brennivínsbrjálaðir heimilisfeður sem hafa hingað til ógnað lögreglunni með skotvopnum.

Nýjustu greiningarskýrslur lögreglunnar segja frá því að íslenskir smákrimmar séu afar hræddir við bandbrjálaða útlendinga sem ganga um með byssur. Allt sem frá lögreglunni kemur ýtir í eina átt, að lögreglan þurfi að fá skotleyfi. Þrátt fyrir að innan lögreglunnar starfi sérstök deild með sniper-riffla og hríðskotabyssur, sérhönnuð morðvopn.

Ýmislegt er nú hægt að gera til að minnka ólöglegan vopnaburð og glæpamennsku yfirhöfuð. Hægt væri að þyngja refsingar fyrir vörslu á óskráðum skotvopnum og tækjum til barsmíða og jafnvel pyntinga - og lögreglan gæti jafnvel séð um að ákæra í slíkum málum.

Að sinni höfum við dómsmálaráðherra sem er á móti því að lögreglan fari almennt að bera vopn. Það er gott. Því miður er það svo að lögreglan verður að lenda í skotbardaga áður en hún biður um byssur. Jafnvel vil ég ganga svo langt að segja að lögreglumaður verður að særast lífshættulega, eða jafnvel deyja af sárum sínum áður en ég samþykki fyrir mitt leyti að skotvopnaburður lögreglumanna verði almennur. Hart að segja, en að mínu viti kaldranaleg staðreynd.

miðvikudagur, 11. janúar 2012

Ástin


Það verður að viðurkennast að það eru ef til vill einhver líkindi með þessu....

Króna/EURO