þriðjudagur, 29. janúar 2013

Tilviljun?

Atburðarásin í Icesave sögunni allri var eins og hönnuð fyrir Íslendinga.

1. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Norðurlönd og Evrópa vildu ekki lána okkur péning nema við myndum semja um greiðslu á gígantískum fjárhæðum.
2. Íslensk stjórnvöld segjast ætla að semja um þetta.
3. Íslensk stjórnvöld semja um þetta.
4. Íslensk stjórnvöld kaupa gálgafrest.
5. Íslensk stjórnvöld fá ekki samninga samþykkta.
6. Íslensk stjórnvöl reyna aftur semja um þetta.
7. Íslensk stjórnvöld kaupa aftur gálgafrest.
8. Íslendingar segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslu.
9. Útgreiðslur til Icesave sparifjáreigenda slá á reiði sparifjáreigenda.
10. Málið fer í lögformlegt ferli fyrir dómstólum.
11. Málið vinnst fyrir dómstólum.
* afsakið að þetta er ekki nógu ítarlegt. Vantar fleiri línur :)

Þessi atburðarrás gat einnig verið í spilunum:

1. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Norðurlönd og Evrópa vildu ekki lána okkur péning nema við myndum semja um greiðslu á gígantískum fjárhæðum.
2. Íslendingar segja Nei
3. Íslendingar fá enga peninga að láni.

Þess vegna hlýtur að vera, að hið meingallaða íslenska stjórnmálakerfi skotgrafarhernaðar hafi fært okkur sigur í afar erfiðu máli.

....og það fyrir algjöra tilviljun. Þeir sem höfðu rangt fyrir sér höfðu líka rétt fyrir sér, og öfugt. Enginn gat staðið í pontu alþingis og sagst vera klár á einhverri ákveðinni niðurstöðu dómstóla - hvorki úr stjórn né stjórnarandstöðu.

Króna/EURO