þriðjudagur, 30. mars 2010

Opinberar staðreyndir dagsins

Skv. ættbók íslenska hestsins hefur GLITNIR verið talsvert algengt hestanafn frá árinu 1983. Þá fæddist Glitnir frá Þverholtum. Vinsældir nafnsins sem hestanafns fóru svo vaxandi, og árin 2005, 2006, 2007 fór notkun nafnsins í nýjar hæðir.

Árið 2008 var metár í notkun nafnsins GLITNIR. Það ár voru 16 hestfolöld skírð Glitnir.

Athygli mína vekur að ekkert hestfolald hefur verið skírt Glitnir sem fæddist árið 2009.

föstudagur, 26. mars 2010

Vigga loks í Kastljósi

Vigdís Hauksdóttir (X-b) komst loksins í Kastljósið. Þar upplýsti hún að Framsóknarflokkurinn er annar tveggja stjórnmálaflokka á Íslandi sem ganga erinda útgerðarmanna sem hafa keypt sér einkaleyfi til fiskveiða. Svo æst gengur hún Vigdís til verks að hún frussar munnvatni í sjónvarpi til stuðnings einkaleyfa á fiskveiðum.

Útgerðararmur Framsóknarflokksins er reyndar ekki eins stór og margir halda - en það er víst önnur saga.

þriðjudagur, 23. mars 2010

Opinberun kjánans

Fyrir liggur nú að Vilhjálmur Egilsson og félagar í SA eru kjánar - ofurseldir hagsmunasamtökum útgerðarmanna. Þeir standa og kalla: "Við erum kjánar."

Talsmenn frjálsra viðskipta og einstaklingsfrelsis í SA vilja höft á fiskveiðar, sem felast í einkaleyfi á fiskveiðum. Það er andstæða við nokkuð annað það er þeir kveðast hafa hugsjónir fyrir.

Ekki væri þessi hugsjón ólík því að þeir teldu að engir aðrir mættu héðan í frá fá að bjóða í verklegar framkvæmdir á vegum þess opinbera, utan þá er starfa í greininni í dag. Síðan gætu verktakar veðsett einkaleyfið og áframselt það. Algjörlega jafn fráleit hugmynd og kvótakerfið.

Nú vitum við að skötuselur veiðist við Íslandsstrendur og að Vilhjálmur er kjáni.

Króna/EURO