sunnudagur, 30. maí 2010

Skilaboðaleikurinn

Ókei.

Að engjast í stól og reyna að lesa út úr lýðræðislegri niðurstöðu hver skilaboðin eru fyrir fjórflokkinn finnst mér ansi hallærislegur leikur.

"Við verðum að breyta okkur og endurvinna traust." segja oddvitar og formenn.

Þetta segir mér aðeins eitt - sem er þetta: Þeir sem ÞURFA að breyta sér, hafa ekki verið í pólitík af hugsjón, heldur af atvinnuástæðum, eða öðrum annarlegum.

Skilaboðin fyrir mér er þessi: Of margir í íslenskri pólitík eru aumingjar sem koma ekki til með að hrófla við hnignandi pólitísku kerfi, heldur leita eftir skilaboðum sem hjálp til að breyta ásjónu sinni.

Króna/EURO