Fyrir liggur nú að Vilhjálmur Egilsson og félagar í SA eru kjánar - ofurseldir hagsmunasamtökum útgerðarmanna. Þeir standa og kalla: "Við erum kjánar."
Talsmenn frjálsra viðskipta og einstaklingsfrelsis í SA vilja höft á fiskveiðar, sem felast í einkaleyfi á fiskveiðum. Það er andstæða við nokkuð annað það er þeir kveðast hafa hugsjónir fyrir.
Ekki væri þessi hugsjón ólík því að þeir teldu að engir aðrir mættu héðan í frá fá að bjóða í verklegar framkvæmdir á vegum þess opinbera, utan þá er starfa í greininni í dag. Síðan gætu verktakar veðsett einkaleyfið og áframselt það. Algjörlega jafn fráleit hugmynd og kvótakerfið.
Nú vitum við að skötuselur veiðist við Íslandsstrendur og að Vilhjálmur er kjáni.