sunnudagur, 17. apríl 2016

Peningaprentarar

Allir spara minna og greiða meira til að hemja höfuðstólshækkun lána. Þetta nýja kerfi þar sem Íslendingar borga með beinum hætti eigin kostnað við verðtryggðu krónuna á víst að vera komið til að vera. Þessi fylgir minni séreignasparnaður, og atvinnurekendur eru látnir borga brúsann að hálfu. Til að toppa þetta geta þeir sem hærri hafa launin borgað höfuðstóla meira niður. Þetta virðist vera framtíðarmúsíkin í íslenskri peningaprentun kostaðri af íslenskum almúga. Fjórflokkurinn vill endilega festa þennan plástur varanlega á, fullan af greftri og bakteríum. Efnahagsreikningar lánastofnana munu halda áfram að bólgna út vegna höfuðstólshækkana sem veitir aftur enn meira rými til útlána, sem kallar á enn meiri verðbólgu. Hvenær er nóg NÓG?

Íslensk pólitík á að vinda sér beint að efninu, það væri fín tilbreyting.

Króna/EURO