föstudagur, 18. júlí 2008

Þjófnaður í kaupfélaginu

Varð vitni að þjófnaði í Kaupfélaginu. Mætti konu um þrítugt við innganginn, leit í augun á henni og fannst hún falleg. Hún leit á mig flóttalegum augum, og ég fékk á tilfinninguna að mér hefði verið of starstýnt á hana.
Ástæð flóttlegrar ásýndar hennar kom í ljós þremur sekúndum seinna. Þjófavarnarhlið Kaupfélagsins byrjaði að pípa. Ástæðan var einhver flík sem hún hafði greinilega falið illa undir þröngri peysunni sinni. Enginn afgreiðslukona/maður í kaupfélaginu leit við, og þjófurinn rölti sér í rólegheitunum út á stéttina fyrir utan, þar kveikti hún sér í þröngri Capri sígarettu.

Það er kaldhæðnislegt að eini glæpurinn sem ég hef orðið vitni að á Egilsstöðum, skuli vera framin af blökkukonu.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sá eitt sinn konu ljósa á hörund lemja barnið sitt í sjoppu á Egilsstöðum. Fannst engin kaldhæðni í því.

Kv. Hörður

Nafnlaus sagði...

Ég var í hópi síðustu nemanna sem fengu að njóta þess að skrópa við Eiðavatn. Einhverjir hressir nemendur, núverandi safnavörður á Egilsstöðum og gullbarki í Hveragerði, fengu þá ágætu hugmynd að merkja nemendur með samskonar peysum. Aftan á þeim stóð: Ég er Eiðanemi og ég stel úr Kaupfélaginu.

Það var engin hörundsdökkur í þessum hópi utan tvær stelpur sem húkkuðu sér reglulega far til Egilsstaða í ljós. Áletrunin var enginn tilviljun enda áttu allar stelpur hárblásara sem þær fengu fyrir "lítið" og strákar sem enn áttu áratug í skeggvöxt áttu bartskera af dýrari tegundinni, þökk sé trúbador af suðurfjörðunum sem masteraði listina að að gera kjarakaup í Kaupfélaginu, án þess að þiggja fyrir listamannslaun frekar en núna.

Kannski að vinkona þín hafi fengið gamla Eiðapeysu á einhverri snúrunni eystra og ákveðið að ganga alla leið. Voru nokkuð spakmæli Ungmennafélagsins letruð framan á peysuna?

Kv
Helgi Seljan, Eiðanemi til of skamms tíma.

Nafnlaus sagði...

Ef ég þekkti þig ekki, Einar með Gleraugun, þá héldi ég að þú værir rasisti af þessu kommenti að dæma.
Ef fyrsti þjófurinn sem þú sérð stela úr KHB er kona dökk á hörund, þá segir það mér hvernig konum þú gefur gaum en ekki hverjir stela úr KHB.

Hjálmar Vilhjálms.

PS: Mér minnir að ég hafi gleymt að borga við KHB kassann í denn, og er þó hvorki dökkur á hörund né kona :)

Króna/EURO