miðvikudagur, 11. nóvember 2009

Skandinavíska stjórnin hefur umboð

Það er skratti erfitt að hlusta á raus um "brjálaðar" skattahækkanir þessa dagana. Það er löngu búið að ákveða að hækka skatta. Það var eitt af stærri kosningamálunum. Þingmenn beggja stjórnarflokka sögðu hreinskilnislega frá fyrirætlunum sínum um skattahækkanir í kosningabaráttunni. Kjósendur hugsuðu málið af skynsemi - og sögðu JÁ! Þeir vissu sem var að engin töluleg úttekt sýnir annað en að öðrum kosti sigla ríkissjóður og velferðarkerfið í strand. Að halda öðru fram er heimska, og blinda á þann raunveruleika að Sjálfstæðisflokkurinn gaf út falska skattalækkunartékka í mörg ár. Einföld Keynísk hagfræði vék fyrir blindum blautdraumi um að Ísland væri ríkasta land í heimi.

Skandinavíska stjórnin fékk algjört umboð til að ráðast í veigamiklar umbætur á íslensku þjóðfélagi. Vilji kjósenda til að sækja í átt að hinu Skandinavísku módeli er algjör og óumdeilanlegur. Ef til vill hefur Skandinavíska stjórnin ekki verið eins hröð til verka og nauðsyn er á. Nú sést hins vegar að hjarta stjórnarinnar er byrjað að slá örar, og ég vill sjá að skattahækkunarfrumvarpið verði keyrt í gegnum þingið af miklum hraða, hörku og festu. Það á ekki að leyfa blautdraumafólki að málþæfa mikilvæg mál, og sjá flís í augum annarra verandi með bjálka í sínum eigin.

Það á ekki að líða útgerðum landsins lengur að fá niðurgreiðslu á launum sjómanna með "sérstökum" skattaafslætti. Þvílíkar höfðingsgjafir verður að afnema. Sjómannaskatt á að afnema hið fyrsta, og setja þá skyldu á útgerðarmenn að hækka laun sjómanna um sömu krónutölu og ríkið hefur greitt með þeim til þessa.

Króna/EURO