miðvikudagur, 11. nóvember 2009

Skandinavíska stjórnin hefur umboð

Það er skratti erfitt að hlusta á raus um "brjálaðar" skattahækkanir þessa dagana. Það er löngu búið að ákveða að hækka skatta. Það var eitt af stærri kosningamálunum. Þingmenn beggja stjórnarflokka sögðu hreinskilnislega frá fyrirætlunum sínum um skattahækkanir í kosningabaráttunni. Kjósendur hugsuðu málið af skynsemi - og sögðu JÁ! Þeir vissu sem var að engin töluleg úttekt sýnir annað en að öðrum kosti sigla ríkissjóður og velferðarkerfið í strand. Að halda öðru fram er heimska, og blinda á þann raunveruleika að Sjálfstæðisflokkurinn gaf út falska skattalækkunartékka í mörg ár. Einföld Keynísk hagfræði vék fyrir blindum blautdraumi um að Ísland væri ríkasta land í heimi.

Skandinavíska stjórnin fékk algjört umboð til að ráðast í veigamiklar umbætur á íslensku þjóðfélagi. Vilji kjósenda til að sækja í átt að hinu Skandinavísku módeli er algjör og óumdeilanlegur. Ef til vill hefur Skandinavíska stjórnin ekki verið eins hröð til verka og nauðsyn er á. Nú sést hins vegar að hjarta stjórnarinnar er byrjað að slá örar, og ég vill sjá að skattahækkunarfrumvarpið verði keyrt í gegnum þingið af miklum hraða, hörku og festu. Það á ekki að leyfa blautdraumafólki að málþæfa mikilvæg mál, og sjá flís í augum annarra verandi með bjálka í sínum eigin.

Það á ekki að líða útgerðum landsins lengur að fá niðurgreiðslu á launum sjómanna með "sérstökum" skattaafslætti. Þvílíkar höfðingsgjafir verður að afnema. Sjómannaskatt á að afnema hið fyrsta, og setja þá skyldu á útgerðarmenn að hækka laun sjómanna um sömu krónutölu og ríkið hefur greitt með þeim til þessa.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sjómannaafslátturinn er sérsamningur milli ríkisins og sjómanna og kemur úgerðinni ekkert við. hef þú gæfir þér tíma til að kynna þér málin þá myndiru ekki láta svona bull út úr þér.

Nafnlaus sagði...

hvað er það sem vinstriógnarstjórnarflokkarnir sögðu í miðjum kosningarslagnum í vor? var þar ekki sagt að þeir ætluðu ekki að lækka laun og hækka skatta? eða er bara búið að grafa yfir þetta?

fólk hefur ekki ráð á því að borga þessa skatta og borga af lánum. reyndu nú að átta þig á þessu.

Hilmar Ólafsson sagði...

"Vilji kjósenda til að sækja í átt að hinu Skandinavísku módeli er algjör og óumdeilanlegur."

Ég hef ekki hlegið svona innilega í marga daga. Takk fyrir þetta.

Bíddu ... var þetta ekki ÖRUGGLEGA grín hjá þér? Er það ekki?

Heldurðu virkilega að vilji kjósenda til að styðja ríkisstjórn sem skattpínir almenning til blóðs á meðan hún afskrifar tugi milljarða hjá þeim sem henni eru þóknanlegir, sé "algjör og óumdeilanlegur"?

Og ég sem hélt að það væri búið að leggja bæði sjónvarp og útvarp austur á Egilsstaði. Sé nú að líklegast fáið þið fáið bara fréttir með skipi einu sinni á ári.

Athyglisvert.

Einar sagði...

Sælir,

Nafnlaus nr. 1 = Að sjálfsögðu er skattaafsláttur fyrir eina atvinnugrein ekkert annað en meðgjöf - eða styrkur. Auðvitað er hægt að kalla það öðrum nöfnum til að þæfa málið.

Nafnlaus nr. 2 = Vinstristjórnarflokkarnir sögðu aldrei annað, svo ég heyrði en að skattar myndu hækka.

Hilmar Ólafsson = Ókei við skulum leiðrétta þetta - og skulum segja tryggur meirihluti kjósenda studdi þá skattahækkunarleið sem lögð var til í kosningunum. Skattpyntingatækin fundust í kjallaranum í Valhöll. Þar var lagður grunnurinn í 18 ár.

Reyndar verð ég að segja þér frá því að ég hlusta ekki mikið á útvarp, og horfi lítið á sjónvarp, jú en mér skilst að þetta sé hvort tveggja á Austurlandi.

Nafnlaus sagði...

Einar minn. Ég held að þú sért í einhverju flippi hérna. Vinstri stjórnin sagðist ætla að verja hag heimilanna, ekki að afskrifa skuldir banka og auðmanna og skella skolprörinu yfir almenning.

Kv. Hilmar

Króna/EURO