þriðjudagur, 30. mars 2010

Opinberar staðreyndir dagsins

Skv. ættbók íslenska hestsins hefur GLITNIR verið talsvert algengt hestanafn frá árinu 1983. Þá fæddist Glitnir frá Þverholtum. Vinsældir nafnsins sem hestanafns fóru svo vaxandi, og árin 2005, 2006, 2007 fór notkun nafnsins í nýjar hæðir.

Árið 2008 var metár í notkun nafnsins GLITNIR. Það ár voru 16 hestfolöld skírð Glitnir.

Athygli mína vekur að ekkert hestfolald hefur verið skírt Glitnir sem fæddist árið 2009.

1 ummæli:

Axel Jón sagði...

Bara benda þér á eitt mjög mikilvægt atriði í þessum stutta en ágæta pistli að hestar eru ekki skírðir heldur nefndir. Skírn er orð notað yfir helst kristna athöfn sem er fyrirferðarmikil og tímafrek.

Króna/EURO