Fyrir liggur nú að Vilhjálmur Egilsson og félagar í SA eru kjánar - ofurseldir hagsmunasamtökum útgerðarmanna. Þeir standa og kalla: "Við erum kjánar."
Talsmenn frjálsra viðskipta og einstaklingsfrelsis í SA vilja höft á fiskveiðar, sem felast í einkaleyfi á fiskveiðum. Það er andstæða við nokkuð annað það er þeir kveðast hafa hugsjónir fyrir.
Ekki væri þessi hugsjón ólík því að þeir teldu að engir aðrir mættu héðan í frá fá að bjóða í verklegar framkvæmdir á vegum þess opinbera, utan þá er starfa í greininni í dag. Síðan gætu verktakar veðsett einkaleyfið og áframselt það. Algjörlega jafn fráleit hugmynd og kvótakerfið.
Nú vitum við að skötuselur veiðist við Íslandsstrendur og að Vilhjálmur er kjáni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
11 ummæli:
Góður!
Já, ekki held ég að menn hafi mikla samúð með málstaðnum þeirra núna.
Nema auðvitað þeir sem eiga hagsmuna að gæta.
Samkjánar.
Flottur pistill.
Vilhjálmur kom einstaklega illa út í Kastljósi kvöldsins. Oft finnst mér hann samt nokkuð góður.
kv.h
Eigum við þá ekki bara líka að taka löndin af bændum og rukka þá um auðlindagjald?
Eignaréttur á kvótum er til þess að koma í veg fyrir sóun og rányrkju.
"Eignaréttur á kvótum er til þess að koma í veg fyrir sóun og rányrkju."
Hvaða bull er þetta? Það er búið að flækja þetta mál svo enginn skilur lengur þetta bull.
Kvóta"eigendur" leigja frá sér, selja og veðsetja kvótann. Hvað er það? Sóun og rányrkja kannski?
Kvótann verður að innkalla strax. Veiðistjórnun verðum við hinsvegar að hafa, en hana þarf að ákveða öðru vísi en gert hefur verið, sbr. það sem Kristinn Pétursson hefur lengi boðað. Þegar kvótinn hefur verið innkallaður, þarf að bjóða hann út á Evrópska efnahagssvæðinu svo þjóðin fái arðinn. Okkur skiptir engu hvort þau erlendu fyrirtæki sem veiða fiskinn heita Samherji, HBGrandi eða eitthvað á portúgölsku.
Einar, maður þegir yfir svona hugmyndum eins og þessari um verktakana. Þeim hefur örugglega ekki dottið þetta í hug. En nú ertu búinn að segja þeim hugmyndina og vittu til, nú byrja þeir að berjast fyrir henni.
Þorsteinn Úlfar Björnsson
Kjáninn ert þú Einar. Þú skilur ekki kvótakerfið, og básúnar hér fáfræði þína. Mér er ekkert illa við vitleysinga, en þeir sem eru svo vitlausir að hafa ekki einu sinni vit á að skammast sín fyrir það. Jaaaa, hvað skal segja.
Fiskurinn í sjónum er takmörkuð auðlind. Það hljóta allir að vera sammála um. Það verður að takamarka veiðar á honum, annars klárast hann. Þess vegna var komið á fót kvótakerfi. Því getur ekki hver sem er veitt hvað sem honum sýnist, það gengur ekki til lengdar.
Kvótanum var á sínum tíma úthlutað til þeirra sem fyrir voru í greininni. Var það ekki eðlilegt? Hverjir hefðu þá frekar átt að fá kvóta?
Svo var framsal kvótans heimilað til þess að auðvelda útgerðum að hagræða í sínum rekstri. Sem hefur skilað okkur því að hér á landi búum við sennilega við arðbærasta sjávarútveg í heimi. Sjávarútvegurinn, mikilvægasta atvinnugrein okkar Íslendinga, er ekki ríkisstyrkt atvinnubóta vinna eins og víðast hvar í kringum okkur.
Það er engu öðru að þakka en kvótakerfinu. Því það vita allir sem vilja vita að sjávarútvegurinn stóð ekki undir sér fyrir tilkomu kvótakerfisins.
Sammála. Mjög fínn pistill.
Helgi, eitthvað stangast þitt komment á við þetta.
http://eyjan.is/blog/2010/03/24/framkvaemdastjori-liu-vill-afskriftir-hundrad-milljadra-af-sex-hundrud-milljarda-skuldum-sjavarutvegs/
Heitir þetta að standa undir sér?
Kv. Solveig
Jesús hvað þetta var skarplega að orði komist, Einar.
Skrifa ummæli