mánudagur, 29. ágúst 2011

Kínagæinn

Ég fagna því að þessi Kínagæji sé á góðri leið með að tryggja sér Grímsstaði á fjöllum, sé það rétt að hann hyggist byggja þar upp farsæla ferðaþjónustu. Sérstaklega er þetta mikilvægt fyrir ferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi. Það er nauðsynlegt að fámennari landshlutar eignist fjárfesta sem tilbúnir eru að festa fé í ört vaxandi geira, og að ferðagjaldeyrir dreifist betur um landið, þ.e. útfyrir "gullna hringinn".

Stjórnvöld hljóta að sjá að Kínagæjinn getur gert meira en fært bóndanum á Grímsstöðum björg í bú. Hann getur lyft grettistaki í ferðaþjónustu á landsbyggðinni og orðið öðrum fyrirmynd til stórra verka í ferðaþjónustu á landsbyggðinni.

Nú þekki ég ekki nákvæmlega hver vatnsréttindi Grímsstaða á Fjöllum eru, þó er ekki ólíklegt að Kínagæinn kunni jafnvel með þau að fara, og væri hann íbúi á Evrópska Efnahagssvæðinu.

Semsagt áfram Kínagæi, og Ögmundur að sjálfsögðu.

Króna/EURO