mánudagur, 29. ágúst 2011

Kínagæinn

Ég fagna því að þessi Kínagæji sé á góðri leið með að tryggja sér Grímsstaði á fjöllum, sé það rétt að hann hyggist byggja þar upp farsæla ferðaþjónustu. Sérstaklega er þetta mikilvægt fyrir ferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi. Það er nauðsynlegt að fámennari landshlutar eignist fjárfesta sem tilbúnir eru að festa fé í ört vaxandi geira, og að ferðagjaldeyrir dreifist betur um landið, þ.e. útfyrir "gullna hringinn".

Stjórnvöld hljóta að sjá að Kínagæjinn getur gert meira en fært bóndanum á Grímsstöðum björg í bú. Hann getur lyft grettistaki í ferðaþjónustu á landsbyggðinni og orðið öðrum fyrirmynd til stórra verka í ferðaþjónustu á landsbyggðinni.

Nú þekki ég ekki nákvæmlega hver vatnsréttindi Grímsstaða á Fjöllum eru, þó er ekki ólíklegt að Kínagæinn kunni jafnvel með þau að fara, og væri hann íbúi á Evrópska Efnahagssvæðinu.

Semsagt áfram Kínagæi, og Ögmundur að sjálfsögðu.

4 ummæli:

Jón G Snæland sagði...

Og svo gæti það líka gerst að hann bara girði landareignina af og setji þarna nokkra verði svo óæskilegur líður sé ekki að þvælast á landareigninni. Já og svo kaupir hann líka Möðrudal og Brú eða vinir hans. Svo koma skiltin frá vegagerðinni. Öll umferð bönnuð, Einkavegur, Bannað að tjalda, Skotveiði bönnuð og bannað þetta og bannað hitt.
kv Jón G Snæland

Nafnlaus sagði...

Er ekki kominn tími á annan snúning í efnahagnum eins og þegar Kárahnjúkar fóru í gang?

Mér heyrðust sömu rökin vera notuð í fréttum RÚV í gær eins og þegar farið var af stað með virkjunina.

ÞÚB

Nafnlaus sagði...

Jón Snæland, þetta er einkennilegur spádómur hjá þér. Jú örugglega ætlar maðurinn að byggja upp ferðaþjónustu og banna síðan fólki að vera að þvælast þar!!

Nafnlaus sagði...

Gott mál ef vel er á spöðum haldið. Vantar meiri slagkraft í ferðaþjónustu á austurlandi.Búið að koma á gisti og veitingar aðstöðu víða í landshlutanum..Búið að vera slakt ferðasumar núna á austurlandi.(hvar er landinn ? ).Bjó á Eskifirði ´86-´88. Þá var gisti og veitingaþjónust miargfalt minni en núna.

Króna/EURO