miðvikudagur, 23. nóvember 2011

Um Gömlukallasamfélagið

Ég er þáttakandi í samfélagi gamalla karla. Gamlir karlar eru varðhundar gamla fjórflokksins. Þeim eru borguð himinhá eftirlaun úr sjóðum almennings fyrir að vera hættir að vera til óþurftar og leiðinda. Samt halda þeir áfram að vera bæði til óþurftar og leiðinda. Þeir halda úti áróðursvél gömlukallasamfélagsins innan allra stjórnmálaflokka. Sér í lagi á hægri væng og miðju stjórnmálanna. Þetta er gæjar sem skilja eftir sig velferðarkerfi sem er ekki hægt að reka, lífeyrissjóðakerfi sem er hálf-þroskaheft, pólítískar stöðuveitingarhefðir, verðtryggingu/íslenska krónu, siðlausar réttlætingar sérhagsmuna og almennt ábyrgðarleysi þáttakenda.

Vanfærir gamlir karlar sem sitja um flokksþing og forystur, og hafa allir tíma til þess að véla um framtíð okkar með óskiptum atkvæðum sínum á meðan þau sem úti vinna hafa sárafá tíma eða tækifæri til að úthugsa nýjustu trixin í fundarsköpum ,til að bægja frá leiðréttingum á syndum gömlukallasamfélagsins.

Og þau sem með þeim sitja keppast við að ganga í augun á gömluköllunum. Og við höfum eignast fjarðstýrða „stjórnmálaforingja“ sem fjarstýrt er af gömlukallasamfélaginu. Þessum miklu „höfðingjum“.

...og svo eru fluttar viðhafnarfréttir af flokksþingum. ÆÐISLEGT.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hugsaðu þér vanda VG. Þar er grasrótin Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson.

En þetta er alveg rétt hjá þér. Það er langtum meira framboð en eftirspurn af gömlu köllunum.

ÞÚB

Króna/EURO