Íslenskir löggumenn vilja fá byssur í beltið, til þess að skjóta tilbaka á glæpamenn sem nota byssur til að ráðast á þá. Samt hef ég aldrei heyrt um að lögreglumaður hafi verið skotinn á Íslandi, hvað þá lent í skotbardaga. Mest eru það brennivínsbrjálaðir heimilisfeður sem hafa hingað til ógnað lögreglunni með skotvopnum.
Nýjustu greiningarskýrslur lögreglunnar segja frá því að íslenskir smákrimmar séu afar hræddir við bandbrjálaða útlendinga sem ganga um með byssur. Allt sem frá lögreglunni kemur ýtir í eina átt, að lögreglan þurfi að fá skotleyfi. Þrátt fyrir að innan lögreglunnar starfi sérstök deild með sniper-riffla og hríðskotabyssur, sérhönnuð morðvopn.
Ýmislegt er nú hægt að gera til að minnka ólöglegan vopnaburð og glæpamennsku yfirhöfuð. Hægt væri að þyngja refsingar fyrir vörslu á óskráðum skotvopnum og tækjum til barsmíða og jafnvel pyntinga - og lögreglan gæti jafnvel séð um að ákæra í slíkum málum.
Að sinni höfum við dómsmálaráðherra sem er á móti því að lögreglan fari almennt að bera vopn. Það er gott. Því miður er það svo að lögreglan verður að lenda í skotbardaga áður en hún biður um byssur. Jafnvel vil ég ganga svo langt að segja að lögreglumaður verður að særast lífshættulega, eða jafnvel deyja af sárum sínum áður en ég samþykki fyrir mitt leyti að skotvopnaburður lögreglumanna verði almennur. Hart að segja, en að mínu viti kaldranaleg staðreynd.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
14 ummæli:
skotbardagar lögregunnar
hennar
lögreglunnar
Hérna ????
Á hvaða tíma lifir þú eiginlega ??
Ég hlakka ekki til þess að þurfa að mæta í útför hjá einhverjum félaga mínum vegna þess að hann gat ekki varið sig sómasamlega við skyldustörf, þá er ég ekki að tala um að mynda mennskann varnarhring í kringum auma skítapakkið á Alþingi !!
Gísli B. Ómarsson.
Sammála því sem þú skrifar, nema því að ég vill ekki þurfa að upplifa það að lögreglumaður verði drepinn með skotvopni til þess að breyta um skoðun. Besta leiðin til þess að tækla þetta er að halda utan um skotvopna eign á íslandi þannig að glæpamenn hafi ekki aðgang að þeim.
Lögreglan í Bretlandi gengur ekki um vopnuð og hefur sérsveitir eins og við. Það er ekki vandamál hjá þeirri þjóð sem er með bæði töluvert meira af fólki og glæpum að eiga við.
Eftir að hafa verið í Danmörku... Þar sem lögguskólinn þar auglýsir eftir nýnemum með orðunum "...og þú færð að ganga með byssu...!"
Þá var reynsla þeirra eftir 3 ár þessi...
Tveir drepnir af lögreglunni, vel rúmlega 24 skot í hvorn, af lögreglunni eftir æsilegan eltingarleik þar sem lögregluþjónn stóð uppá húddinu á bíl flóttamannana og tæmdi aftur og aftur úr vopni sínu inn um framrúðu bílsins... "Bara alveg einsog í bíó..." Sögðu vegfarendur
Réttlætingin...? Jú... Það hafði verið tilkynnt um vopn í bílnum... sem þó sást aldrei og var aldrei veifað... Gat þessvegna hafa verið haglabyssa í skottinu, ég man það ekki...
Vangefinn maður skotinn til bana 12 skotum inní súpermarkaði þar sem hann hafði trompast með hafnaboltakylfu...
Réttlætingin...? Jú... "Hann var svo stór...!"
Og þetta var "bara" eftir 3 ár... Og miðað við þessa fáu, en þó nokkra íslensku lögregluþjóna, sem hafa misst sig í vinnunni undanfarin ár... Þá hefur ekki neinn raunverulegan tilgang til að bera vopn dagsdaglega... Og í raun sdórhættulegt að vopna almennu lögregluna á Íslandi...!
kv. Sævar Óli Helgason
Einar komdu út úr glerhúsinu og sjáðu hvernig raunveruleikinn er.
Steinarr Kr.
lögreglumaður
Mögnuð röksemdarfærsla.
Bíðum eftir að einhver verði drepinn og tökum þá á vandanum.
Þjóðin getur þakkað fyrir að þú ert ekki einn ráðamanna hennar.
Mig grunaði reyndar alltaf að þetta yrði eins og að ræða við sjómenn um kvótakerfið, bara alls ekki mögulegt.
Eftir stendur að lögreglan hefur ekki verið að lenda í skotbardögum, og ekkert dæmi hefur verið nefnt þar sem lögreglan hefði getað bjargað saklausum borgurum eða eigin skinni með skotvopnum.
Lögreglan hefur það hlutverk að gæta borgarana fyrst og fremst, og að uppi sé lög og regla í landinu. Ekkert hefur komið fram sem kallar á vopnaburð löggumanna.
Lífið fyrir austan er einfalt og barnalegt
Einar, enda byggirðu þessar alhæfingar þínar á takmörkuðu minni þínu af því sem verið hefur í fréttum eða fjallað um opinberlega. Raunveruleikinn er allur annar og má eiginlega segja að það sé heppni að hingað til hafi ekki farið ver en gerst hefur.
Steinarr Kr.
Það er ofrausn að beita byssum á kykvendin sem fela sig bak við skalla og skegg meðan þau plotta líkamsárásir á varnarlausa konukind.
Betra að berja þau með blautum gólftuskum.
Steinarr kr...! Og það sama má segja um ykkur talsmenn þess að vopna lögreglu... Hvursu marga lögregluþjóna, sem missa sig í starfi, þarf til að þið áttið ykkur...? Undanfarinn ár hafa að minnsta 3 verið REKNIR úr starfi fyrir að misbjóða valdi sínu... Og tugum sinnum fleirri ekki fengið fastráðningu vegna þess að yfirmenn lögreglu hafa ekki treyst viðkomandi þrátt fyrir að viðkomandi hafi klárað skólann...
Heldur þú kannski að glæpsamlegir einstaklingar finnist ekki innan lögreglu einsog annarsstaðar...? Og hvað ætlar þú að gera þegar svoleiðis aular, er misbjóða valdi sínu, "óvart" drepa samborgara sína af ósekju í krafti valds síns vegna þess að þeir fá að hafa byssu...?
Segja bara... Sorry...?
Nei, vinurinn... Við svoleiðis aðstæður er eins gott að pólitískt siðferði og vald sé sterkt í samfélaginu svo hægt verði að róa reiði almennings sem myndi snúast strax gegn lögreglunni sjálfri... En þú hugsar þetta greinilega öðruvísi, þú hugsar þetta greinilega... "Við, hinir... Og svo almenningur..." Er það ekki...? Ef svo er... Þá upplýsist það hér með að hugsun þín er sjúk...! Allt stjórnvald er partur af samfélaginu og ekki yfir eitt eða neitt hafið og sérstaklega ekki landslög...!
En þessi hugsunarvilla innan stjórnvaldsins er hættulegasta röksemdarfærsla sem þekkist ALLSTAÐAR á vesturlöndum vegna þess að hún er svo fasísk...!
Eða myndir þú reyna að standa á móti reiðum samborgurum, í múgæsingu sem ætla sér að hengja í næsta ljósastaur lögregluþjón sem "óvart" skaut og drap ungling í bænum sem þú býrð í...?
Hvað ætlar þú þá að gera með þína byssu...?
Kv. Sævar Óli Helgason
Sævar Óli, bullið í þér er ekki svaravert.
Steinarr Kr.
Æ, æ...!
Snerti ég á taug...?
Hvort er það... Hefur þú ekki fengið fastráðningu hjá lögreglunni, eða ert ekki talinn hæfur til að byrja á annað borð í skólanum...?
Þá væntanlega vegna geðmatsins frá viðeigandi lækni... Er það ekki...?
Í mínum fyrri ummælum var allt sem þar kom fram STAÐREYNDIR...! Og ef þú kannt að lesa á milli línanna... Ástæðan fyrir því að yfirmenn lögreglu, og stjórnvöld, vilja ekki vopna almennu lögregluna... Almennu deildinni er bara ekki treystandi til að brjóta ekki af sér í starfi, hvað þá með vopn í hendi...!
Ég spyr aftur... Hvað ætlar þú að gera, með þína byssu, ef lögregluþjónn myndi drepa að ósekju saklausan borgara og almenningur farinn að banka uppá lögreglustöðinni til að "ná í kauða...?"
Myndir þú beita byssunni...?
Á samborgara þína...?
Skilur þú nú hversvegna almenna lögreglan MÁ EKKI vopnast...?
Eða ertu bara einn af þessum kúrekum sem líður illa yfir því að meiga ekki skjóta eitthvað...?
Æi Einar..
Ekki vera að stríða lögregluþjónunum..þú gætir verið að ræða við einn af barnaníðingunum í lögreglunni sem er verið að 'rannsaka'- og lögreglan neitar að reka. Nú, ef ekki þá ertu að ræða við ógeðin, vinnufélagana, sem halda kjafti og vernda þessa níðinga.
Ekki vera að eyða tíma í þetta drullupakk.
Skrifa ummæli