miðvikudagur, 6. mars 2013

Afsakið...


Afsakið mig. Stjórnarskrárbreytingar munu ekki gjörbylta samfélaginu, en væru ákjósanlegt skref til almennra umbóta á samfélaginu. Það eru kjaftaskar í stjórnmálasamfélaginu sem hafa gert stjórnarskrármálið stærra en það hefur burði til. Stærra til beggja átta. Stærra en það er fyrir þá sem fylgjandi eru, stærra en það er fyrir þá sem andvígir eru. Stjórnarskrármálið er smjörklípa allra flokka, sem smurt er yfir dugleysi og getuleysi alþingis sem æðstu stofnunar þjóðarinnar. Stofnun er aldrei öflugri en starfsfólk hennar – það er lögmál.

Samfylkingin hefur látið silfurhærða konu plata sig til að setja höfuð sitt í gapastokk stjórnarskrármálsins.

Sjálfstæðisflokkur lætur stjórnast af byssuframleiðendum (kvótaeigendum) í heilagri baráttu sinni gegn breytingum á orðalagi.

Engin ummæli:

Króna/EURO