miðvikudagur, 17. ágúst 2016

Eitraður plástur

Þar eð nú skal nota hugsanlegan framtíðar lífeyrissparnað ungs fólks til að gera vaxtakvalirnar sem herja á landsmenn bærilegri, þá get ég því miður ekki orða bundist.

Frjósemi, hugmyndaflug og skynsemi kemur því miður hvergi við sögu nú þegar stjórnvöld reyna að leysa úr vaxtaokrinu sem haldið er uppi á Íslandi. Nú hafa launþegar í landinu samið við atvinnurekendur um aukalífeyrissparnað, vegna þess að það er hagkvæmt fyrir þjóðfélagið til lengri tíma. Með úttekt lífeyrissparnaðar er fólk hvatt áfram til þess að taka lán á alltof háum vöxtum, og hægt að færa rök fyrir því að pressa á lægra vaxtastig minnki þegar stærri hluti almennings getur nú sjálft niðurgreitt sín eigin lán með því að afskrifa framtíðar peningaeignir sínar. Fólk er hvatt sérstaklega til þess að halda áfram að greiða alltof háa vexti og nota til þess 4% af heildarlaunum sínum! Er þetta einhver hin mesta vitleysa sem launþegahreyfingin hefur kyngt um árabil?

Segjum sem svo að við séum í þeirri stöðu að við getum alls ekki lækkað vexti á Íslandi, og að framtíðin sé þannig að engin geti eignast íbúð nema að niðurgreiða vexti. Við séum föst í oki verðtryggingar til eilífðarnóns. Getum við þá ekki fundið upp einhverja skárri plástra en þennan sem nú á að líma á okkur?

Með beinni veðsetningu aukalífeyrissparnaðar við kaup á íbúðarhúsnæði gætum við vankað að minnsta kosti tvær flugur í einu höggi. Við gefum lántaka tækifæri til að leggja fram beinharða peninga sem veð, sem er besta veð í heimi, og besta veð í heimi gefur tækifæri til frábærra vaxtakjara þar sem áhætta lánveitandans verður 0%. Einnig verður til betra veðrými á eigninni vegna annarra áhvílandi lána, sem er einnig lánveitendum í hag. Þannig erum við búin að búa til betri lánskjör, er eitthvað að því? Svo til framtíðar þá getum við verndað aukalífeyrissparnað landsmanna og hvatt til sparnaðar fyrir eldri árin sem við sjáum með lifandi dæmum að geta reynst ansi erfið fjárhagslega.

2 ummæli:

Unknown sagði...

Thanks for sharing, nice post! Post really provice useful information!

Hương Lâm chuyên cung cấp bán máy photocopy và dịch vụ cho thuê máy photocopy giá rẻ, uy tín TP.HCM với dòng máy photocopy toshiba và dòng máy photocopy ricoh uy tín, giá rẻ.

Doãn Đại Hiệp sagði...

Hiện nay, nhu cầu vận chuyển hàng hóa bằng đường sắt Bắc Nam ngày càng gia tăng. Để phục vụ đầy đủ nhu cầu của khách hàng, Ratraco Solutions đơn vị vận chuyển đường sắt uy tín, chất lượng, giá rẻ đã và đang triển khai dịch vụ vận chuyển hàng hóa đường sắt Door to Door. Chúng tôi phục vụ tất cả các khâu, từ A-Z. Ngoài ra, nếu có nhu cầu vận chuyển hàng nguyên container, chúng tôi cung cấp dịch vụ vận chuyển container đường sắt Bắc Nam với nhiều toa chuyên dùng. Liên hệ ngay với Ratraco Solutions qua hotline 0965 131 131 để được tư vấn cụ thể về các dịch vụ của chúng tôi.

Króna/EURO