föstudagur, 6. júní 2008

Landsbyggðarvæll dagsins

Stundum fæ ég kjánahroll. Núna eru íbúar Austurlands mjög reiðir yfir því að Iceland Express er hætt að fljúga milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar. Ástæðan var léleg sætanýting og þ.a.l. taprekstur á flugleiðinni.
Í framhaldi af ákvörðun fyrirtækisins eru íbúarnir reiðir og telja sig vera misrétti beittir. Þetta sé móðgun við landsbyggðina. Iceland Express er í núna úthrópað svikafyrirtæki á Austurlandi.

En bíðum hæg. Eigendur Iceland Express hljóta að hafa aðeins einn drifkraft - og það er að hagnast. Hvers vegna eigum við hér á Austurlandi rétt á því að fyrirtæki þjónusti okkur og tapi á því? Við eigum ekki að gera slíkar kröfur á eigendur fyrirtækja, við eigum að gera kröfur á okkur sjálf og okkar samfélag.
Við sem getum ekki rekið veitingastaði, skyndibitastaði og bíóhús án þess að það fari allt á hvínandi kúpuna. Hvernig getum við ætlast til þess að eitthvað fólk í Reykjavík reki handa okkur flugfélag sér til skemmtunar og fjártjóns?

Þetta er hinn eini sanni landsbyggðarvæll, sem ég heyri vegna málsins.

______________________________

Núna eru fyrstu laxar sumarsins að koma að landi með öngul í kjaftinum. Fínt mál. Þetta með að sleppa laxinum, það hef ég aldrei skilið - alveg eins og að fara á gæsaveiðar með púðurskot! Alveg eins og að skjóta ísbjörn með deyfilyfi, ekkert fútt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ice Express reyndu þó alla veganna þeir eiga skilið hrós fyrir það. Þetta er bara svo ótrúlega algengt viðhorf á landsbyggðinni. Bjó í samtals 20 ár í tveimur sjávarplássum út á landi og þekki þennan tón ótrúlega vel.
Þetta þýðir líka að menn hugsa sig enn betur um áður en þeir gera svona tilraun ef það að bakka út kostar þá vont PR...
IG

Króna/EURO