föstudagur, 25. júlí 2008

Takmarkaður fjöldi frábærra?

Lenti á gáfumannaspjalli á dögunum. Upp úr viðmælanda mínum datt þetta:

"Við eigum einn ágætis fótboltamanna, kannski einn góðan gítarleikara í London, við áttum ágætis stangastökkvara fyrir nokkrum árum, einn fínan knattspyrnuþjálfara sem nú er búið að reka og einhvern tímann áttum við frábæran þrístökkvara. Af hverju í andskotanum skildum við þá eiga fullt af góðum ráðherrum og 63 þingmenn á heimsmælikvarða? Það kemur aldrei til greina!!"

Þetta meikaði sense þegar ég heyrði það.....

3 ummæli:

Runar sagði...

Það þarf líka að hafa það í huga að við áttum góðan kvenkynsstangastökkvara á meðan það voru sárafáar stelpur að stunda þetta.

Við áttum góðan þrístökkvara á þeim tíma þegar sárafáir karlmenn voru í heiminum vegna stríðsins.

Nú á tímum er erfitt fyrir okkur að eiga góða einstaklinga í nokkru.

Nafnlaus sagði...

Mótmæli þessi kommenti um þrístökkvarann, hann var víst frábær.
Silfurmetalían kom í hús árið 1956, 11 árum eftir seinna stríð og blússandi efnahagslegur uppgangur í heiminum byrjaður. Silfurmaðurinn náði svo 5. sæti í Róm 1960 í algerri gósentíð í hinum vestræna heimi (sem og í Soviet og víðar).
Á þessum tíma var Ísland ekki efnahagslega þróað og styrkir til Olympíufara og afreksmannastyrkir ekki einu sinni í umræðunni. Silfurmaðurinn starfaði sem kennari í 150% vinnu á þessum árum og hélt stórri fjölskyldu á framfæri, stundaði svo íþrótt sína í frítíma. Á sama tíma voru menn úti í heimi þegar farnir að helga sig sinni íþrótt með beinum og óbeinum styrkjum.
Það lýsir aðstöðumuninum og mismunandi viðhorfi vel að þegar að Braselíumaðurinn sem vann gullið (Adhemar da Silva) kom til síns heima fékk hann einbýlishús að gjöf frá ríkisstjórninni "for job well done". Þegar Silfurmaðurinn lenti í Keflavík mætti að ég held Gylfi Þ. Gíslason heitinn (þ.v. menntamálaráðherra) með blómvönd. Það má vel vera að Hermann Jónasson heittinn (f.v. forsetisráðherra) hafi einnig gert sér ferð til Keflavíkur þetta haust 1956, og hugsanlega tekið með sér annan blómvönd.
Það munaði 9 cm. á Silfurmanninum og Da Silva. Dýrir cm. það.

Hjálmar Vilhjálms.

Einar sagði...

Hjalli!
Því má ekki gleyma að gaddaskór silfurmannsins voru með gati á tánni.

Króna/EURO