þriðjudagur, 12. ágúst 2008

Hyggimannlegt?

Eftir EM í handbolta tók ég út úr favourites vefsíðuna "Í Blíðu og stríðu". Vonbrigðin voru þvílík. Svo virðist sem ég sé ekki einn af þessum heiðarlegu stuðningsmönnum íslenska liðsins. Er að spá í að horfa á leikinn gegn Suður-Kóreu eftir að hafa "haft annað að gera" þegar "strákarnir okkar" spiluðu fyrstu tvo leikina. Ráðgjafi minn segir reyndar að það geti boðað "slæma lukku". Hann segir: "Maður á engu að breyta milli sigurleikja." Þannig að ég þori varla að horfa leikinn gegn Suður-Kóreu.
______________________________

Enn er ruglað í borginni. Formaður Framsóknarflokksins virðist vera tilbúinn til að bjarga Sjálfstæðiflokknum út úr stærsta klúðri í íslenskri pólitík fyrr og síðar. Það væri mjög kristilegt að bjarga núverandi andstæðingi frá drukknun. En væri það hyggimannlegt?

Eða er Sjálfstæðiflokkurinn að nota Guðna Ágústsson til að berja Ólaf "Frímann" til hlýðni.

Engin ummæli:

Króna/EURO