fimmtudagur, 7. maí 2009

Ég er IMF-borgari

Maður segir ekki annað en "...andskotinn bara." við þessari frétt.

IMF semur um hversu langan tíma tekur fyrir Íslendinga að greiða skuldbindingar vegna Icesave. Greinilegt við erum ekki lengur borgarar sjálfstæðs ríkis.

...og fokkings nýlenduherrarnir í Bretlandi gera það sem þeir kunna best, að kúga saklausa.


____________

....og svo eru stýrivextir á Íslandi ekki nema ca. 818% hærri en í Danmörku.

____________

...gat loks keypt mér dósaupptakara á Egilsstöðum eftir 3 mánaða skort á slíkum verkfærum hér í bæ. Fékkst hjá farandsölu á ódýrum verkfærum í félagsheimilinu. !Alvöru sveitó!

miðvikudagur, 6. maí 2009

Allt álverinu að þakka...*

Þær ágætu fréttir eru sagðar hér hjá mbl.is að afgangur er á vöruskiptum við útlönd í apríl, skv. heimildum hagstofunnar.

Samtals nemur útflutningur 31,7 milljarði og innflutningur 29,4 milljörðum á svokölluðu fob (free on board) verði.

Segjum sem svo að þær tölulegu upplýsingar frá opinberum aðilum séu réttar að álver Alcoa í Reyðarfirði standi undir 20% af útflutningstekjum þjóðarinnar. Þá liggur í augum uppi að ef ekki væri fyrir álverið í Reyðarfirði væri vöruskiptajöfnuðurinn í apríl neikvæður. Samkvæmt þessum tölum er útflutningsverðmæti úr Reyðaráli 6,34 milljarðar, og væru þeir dregnir frá útflutningsverðmæti kæmi í ljós að vöruskiptajöfnuður fyrir apríl væri neikvæður um 4,04 milljarða.

Værum við þá ekki í dýpri skít án álversins?

*Geri mér grein fyrir að sjónarhornið er þröngt, eins og þeirra sem segja álverinu allt um að KENNA.

þriðjudagur, 5. maí 2009

Is it true? Is it over?


IS IT TRUE?
You say you really know me,
You're not afraid to show me
what is in your eyes
So tell me about the rumors
Are they only rumors?
Are they only lies?
Falling out of a perfect dream,
coming out of the blue.
Is it true?
Is it over?
Did I throw it away?
Was it you?
Did you tell me you would
never leave me this way?
If you really knew me
You couldn't do this to me
You would be my friend
If one of us is lying
There's no use in trying
No need to pretend
Falling out of a perfect dream,
coming out of the blue
Is it true?
Is it over?
Did I throw it away?
Was it you?
Did you tell me you would
never leave me this way?
Is it real ?
Did I dream it ?
Will I wake from this pain
Is it true?
Is it over?
Baby did I throw it away?

mánudagur, 4. maí 2009

Borga? Vinna?

Umræðan í útvarpi og sjónvarpi í dag snerist sumpart um hvort rétt væri fyrir skuldsettar fjölskyldur að hætta að borga af lánum sínum. Sitt sýnist hverjum, en líklegast er flestir á þeirri skoðun að fólki beri að borga meðan það getur.

Gylfi Magnússon hefur ekki átt sína bestu spretti í svörum sínum um þetta málefni. Í hádegisfréttum útvarps í gær sagði hann ca. þetta: "Það hefur aðeins aukinn lögfræðikostnað í för með sér fyrir skuldara. Þetta er því aðeins atvinnuskapandi fyrir lögfræðinga."
Í Kastljósi í kvöld sagði hann ca. þetta: "Það þýðir ekki að loka sig inni, hætta leita sér að vinnu og hætta að borga."

...auðvitað sýndi hann þeim sem eiga um "sárt að binda" mikinn skilning. En að segja fólki að fara að leita sér að vinnu, er eins og að segja fólki að fara og týna ber á Vatnajökli.

....það vita allir að þar eru enginn ber.

Króna/EURO