mánudagur, 4. maí 2009

Borga? Vinna?

Umræðan í útvarpi og sjónvarpi í dag snerist sumpart um hvort rétt væri fyrir skuldsettar fjölskyldur að hætta að borga af lánum sínum. Sitt sýnist hverjum, en líklegast er flestir á þeirri skoðun að fólki beri að borga meðan það getur.

Gylfi Magnússon hefur ekki átt sína bestu spretti í svörum sínum um þetta málefni. Í hádegisfréttum útvarps í gær sagði hann ca. þetta: "Það hefur aðeins aukinn lögfræðikostnað í för með sér fyrir skuldara. Þetta er því aðeins atvinnuskapandi fyrir lögfræðinga."
Í Kastljósi í kvöld sagði hann ca. þetta: "Það þýðir ekki að loka sig inni, hætta leita sér að vinnu og hætta að borga."

...auðvitað sýndi hann þeim sem eiga um "sárt að binda" mikinn skilning. En að segja fólki að fara að leita sér að vinnu, er eins og að segja fólki að fara og týna ber á Vatnajökli.

....það vita allir að þar eru enginn ber.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara að benda á að það eru störf í boði fyrir einhverja sem leggja sig fram við að leita. SJá t.d. hér
Fjöldi starfa: 84 Fjöldi stöðugilda: 195 http://www.vinnumalastofnun.is/svm/starfavisir.aspx?Vinnumidlun=hb Þetta er bara á höfuðborgarsvæðinu. Á vesturlandi er Fjöldi starfa: 9 Fjöldi stöðugilda: 12
Á Vestfjörðum Fjöldi starfa: 8 Fjöldi stöðugilda: 10 Á Norðurlandi vestra Fjöldi starfa: 6 Fjöldi stöðugilda: 21 Á Norðulandi Eystra Fjöldi starfa: 15 Fjöldi stöðugilda: 30 Á Austulandi Fjöldi starfa: 16 Fjöldi stöðugilda: 30 á Suðurlandi eru Fjöldi starfa: 30 Fjöldi stöðugilda: 64 og SUðurnesjum Fjöldi starfa: 4 Fjöldi stöðugilda: 9. Þetta er bara það sem ég las á heimasíðu Vinnumálastofnunar.

Og Gylfi sagði að fólk ætti möguleika á að semja um frystingu á lánum og fleira sem gæfi því tækifæri á að halda húsnæðinu og það væri slæmt að gera ekki neitt. Fara og semja við bankana, leita sér að vinnu og reyna að bjarga sér. Það þýðir ekki að ætla bara að býða eftir að fólki verið bjargað af ríkinu. Því að það eru einmitt við þannig fólk verður að sýna sjálfsbjargarviðleytni og hengja sig ekki í að kannsk lækki lánin um 20% enda sýndist mér að það hjálpaði þessum manni lítið.
Hann var aðalega að auglýsa eftir vinnu. (þ.e. sá sem hætti að borga lánin sín mánuði fyrir hrunið í október og kom í Kastljósi í kvöld)

Nafnlaus sagði...

Mér finnst reyndar Gylfi svara mjög vel. Ég er ánægður með hann.

Nafnlaus sagði...

Gott að einhver bendir okkur 18.000íslendingunum á öll þessi störf sem eru laus fyrir okkur, alveg hellingur, kannski alveg 300 störf/stöðugildi, takk fyrir það, rífandi gangur og hinir 17.700 verða bara að bíða aðeins lengur á meðan að það er verið að búa þau til.
Kannski maður skreppi bara austur að vinna á bifvélaverkstæði....

Atli

Unknown sagði...

Þessi maður hætti að borga að sínu láni í september, hvar væri þessi maður í dag ef að ekki væri kreppa?? Ég held að þessi maður væri verr settur það væri búið að setja hann á uppboð, fólk hefur í gegnum tíðina tekið misvitrar ákvarðanir er kemur að húsnæmiskaupum og alltaf fara einvherjri flatt á því, þarf enga kreppu til.

Einar sagði...

Sæl Tinna...þekki manninn sem um ræðir ekki neitt. Enda var ég ekki að gera tilraun til að ræða um hann sérstaklega - þótt fréttamanni tækist að draga ágætlega fram þá mynd sem blasir við mörgum Íslendingnum. Veit hins vegar að geðrænir erfiðleikar einstaklinga munu aukast á næstunni.

Nafnlaus sagði...

Það verða skulda niður fellingar en ekki fyrr en í haust. Menn gleyma því að skuldabréfasjóðir fást ekki endurskoðaðir, vegna þess að starfsfólk bankana fór inn í þá jafnvel í neyðarlögunum til að redda sér sjálft. Kven- varaformaður í íslenskum stjórnmálaflokki hélt ræðu á landsfundi um að eiginmaður hennar hafi hent öllum þeirra skuldum, inní gjaldþrota eignarhaldsfélag og losnað þannig við allar fyrrgreindar skuldir...en hver borgað þær 50 60 millur sem hún og eiginsmannsflónið vinnandi í kaupþingi með einkabílstjóra... borgaði ekki ...semsagt 100 niðurfelling hjá henni.

Króna/EURO