Á litlu hestaleiguna komu nokkrar sænskar háskólastúlkur sem ég sótti einn míns liðs í Hótel Valaskjálf á japönskum pallbíl. Á móti þeim tók kona mín sem fór með þær í ógleymanlegan útreiðatúr um sléttur Vallaness. Kona mín minntist á það síðar sama kvöld við mig að ekki hefði komið nægilega vel fram að ég væri maðurinn hennar, og hún væri konan mín. Ég spurði strax óhjákvæmilegrar spurningar: "Af hverju?". Svarið kom mér ánægjulega á óvart. "Þær töluðu ekki um annað í reiðtúrnum en hvað bílstjórinn [ég] væri sætur." svaraði mín heittelskaða.
Að sjálfsögðu ljómaði bros mitt til tunglsins í kjölfar þessara tíðinda. Greinilegt að íslenski sveitastrákurinn í lopapeysunni hafði smá karma eftir allt saman.
Svo ánægður var ég með þessi tíðindi, að ég sagði kollega mínum frá þessu strax morguninn, um leið og heppilegt tækifæri bauðst. Hann hlustaði á mig glottandi og sagði svo: "Það er naumast að konan þín kann að láta þér líða vel, hún þekkir þig greinilega betur en þú heldur." Við þetta komment vöknuðu upp ýmsar spurningar. Hafði konan mín sagt mér falska sögu til þess eins að láta einfeldningnum líða vel? Fannst kolleganum ekki geta komið til greina að sænska píur líti mig girndaraugum?
Í gærkvöldi spurði ég svo konu mína hvort hún hefði ekki örugglega sagt satt og rétt frá áliti sænsku fljóðanna. Ég fékk ekkert svar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
LOL, góður!
Allt getur jú skeð á Völlum. Bara ein spurning. Flytur þú svona fljóð á pallinum? eða er setið þröngt?
Góður :-)
Skrifa ummæli