fimmtudagur, 30. júlí 2009

Að vera drukkinn, eða sagður drukkinn

Valur Grettisson skrifar frétt á Vísi í dag.

Í fyrirsögn segir: "Sakar drukkinn blaðamann um hótanir"

Ókei. Röng fyrirsögn. Tilviljun? Hið rétta er að Jón Ásgeir sakar blaðamann um að hafa verið drukkinn og með hótanir.

Í fréttinni sjálfri er svo ítrekað skrifað "drukkni blaðamaðurinn", af hverju skrifar Valur ekki "blaðamaðurinn".

Það er mikill munur á því að vera drukkinn blaðamaður, eða blaðamaður sem Jón Ásgeir sakar um að hafa verið drukkinn. En Valur fleygir þessu fram sem staðreynd að blaðamaðurinn hafi verið drukkinn, aðeins sé spurning um hvort hann hótaði JÁJ. Þannig er helmingur af áburðinum gerður sannur í fréttinni, þrátt fyrir að svo gæti verið að öll fréttin sé hugarburður.

Þannig að samkvæmt textanum þá fullyrða Vísir.is, Valur Grettisson og Jón Ásgeir að ónefndi blaðamaður hafi verið drukkinn. Voru einhverjir fleiri drukknir þegar yfirlýsing gærdagsins var send út? Eða frétt dagsins skrifuð?

6 ummæli:

Bidda sagði...

Það skemmtilega er að samkvæmt tilkynningunni frá Jóni Ásgeiri er ekki alveg ljóst hver var drukkinn og hver ekki. Kannski var bara Jón Ásgeir sjálfur kófdrukkinn, samanber hans eigin orð: "Blaðamaður blaðsins hefur hringt í undirritaðan kófdrukkinn..."
Var ekki bara sá undirritaði sjálfur kófdrukkinn???
Það má allavega alveg skilja þetta á tvo vegu:)

Nafnlaus sagði...

Fyrir nú utan að Jón Ásgeir TELUR að blaðamaðurinn hafi verið drukkinn. Ekki getur hann FULLYRT svo úr því að samtalið fór fram í gegnum síma.
Á meðan Jón birtir ekki nafn blaðamanns er ekki tekið mark á þessari "frétt".

Nafnlaus sagði...

Ekki þar fyrir - við vitum jú öll HVER þessi kófdrukkna blaðakona er - er það ekki?
Hún hefur greinilega tekið sér sinn dýrling til fyrirmyndar í EINU OG ÖLLU - áfengisneyslunni líka.
Skál -

Héðinn Björnsson sagði...

Sagði Jón Ásgeri ekki að blaðamaðurinn hafði hringt í sig drukkinn? Sannast hið fornkveðna að maður á aldrei að taka símann á miðju fylleríi.

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus
Hvar sást þú að hér hefði verið um blaðakonu að ræða? Var ekki rætt um blaðamann og þeir eru nú af báðum kynjum.

Tek undir með þeim að það var nú óljóst amk. samkvæmt fréttatilkynningunni frá Jóni Ágeiri hver það var sem var drukkinn. Gat alls ekki séð af henni hvort það var Jón Ásgeir sjálfur eða blaðamaðurinn sem var kófdrukkinn.
Fannst þetta nú frekar spaugilegt en ég hef kannski skrýtinn húmor :)
Kveðja Ásta B

Kristján Hrannar sagði...

Reyndar er þessi setning ekki alröng. Hann segir jú að drukkinn blaðamaður hafi hringt í sig, og þ.a.l. ásakar hann drukkinn blaðamann um að hafa hringt í sig.

Króna/EURO