mánudagur, 7. september 2009

Tryggvi og Teitur

Eitthvert fyndnasta blogg sem ég hef lesið er birt á bloggsíðu Tryggva Þórs Herbertssonar, alþingismanns Norðeystlendinga.

Hann kvartar semsagt sáran undan hæðnum setningum Teits Atlasonar um Sjálfstæðisflokkinn og sjálfan sig.

- Rosalega er erfitt að vera til Tryggvi.

Tryggvi Þór veit ekki að í hvert skipti sem greinar eftir hann birtast á blogginu og í mogganum kvelur hann þúsundir lesenda með lesblindu sinni á raunveruleikann. En við leyfum Tryggva að njóta vafans, það er kallað ritfrelsi.

- Og þegar maður er með eigin bloggsíðu, þá er maður sjálfur ritstjóri. Teitur er því ritstjóri á eigin síðu.

Tryggvi er að skrifa röngum manni.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eru þið smábörn?

Verð að segja eins og er að sama hver fortíð Tryggva er þá hefur hann verið einn af þeim fáum sem hefur komið með einhverjar hugmyndir til að leysa mál skuldara.

Þið hérna litlu strákar, af hverju farið þið ekki bara í sandkassan að leika.

Nafnlaus sagði...

Það getur vel verið og sennilega mjög líklegt að þúsundir kveljist við að lesa bloggið hans Tryggva og þeir lesa það samt,en það er vegna þeirrar einkennilegu áráttu margra vinstri manna að hafa unun af því að kveljast og hvað er betra en að fá ærlega kreppu til að geta kvalist án nokkurs samviskubits yfir eigin getuleysi.

Nafnlaus sagði...

30% fólks er fúst
FLokkinn enn að velja
sem landið hefur lagt í rúst
og langar allt að selja

Nafnlaus sagði...

Ég á bágt með að vorkenna Tryggva þótt Teitur kjöldragi hann hvað eftir annað.
Hann hefur pínulítið gefið færi á sér.
Teitur er líka dálítið beittur penni og hefur kannski ástæðu til.

Nafnlaus sagði...

Það er sorglegt að einhverjir telji Teit beittan penna. Fyrst þarf hann að læra að lesa (svör) og svo að læra lesskilning. Svo kannski getur hann skrifað.
Kv.
Sveinbjörn

Nafnlaus sagði...

Hér gætir smá misskilnings hjá Einari. Tryggvi var ekki að kvarta undan þeim svívirðingum sem voru beint að honum persónulega. Hins vegar misbauð honum eins og mörgum öðrum þegar að Teitur kallaði kjósendur Sjálfstæðisflokksins sækópata. Bara þvi sé haldið til haga.
Kveðja, Jens

Króna/EURO