miðvikudagur, 21. apríl 2010

Einn að pæla

Líklega væri rétt að breyta kjördæmaskipan Íslands. Einmenningskjördæmi með jafnt atkvæðavægi er eitt af því sem gott væri að skoða. Einnig þarf að leggja niður forsetaembættið og kjósa forsætisráðherra sérstaklega. Gætum stofnað til kosningar Fjallkonu Íslands ef við þurfum sérstakt sameiningartákn – þó er líklegt að þjóðfáninn, hafið, náttúran og tungumálið sé nægjanlega sameiginlegt og táknrænt fyrir Íslendinga.

Útkoman væri sjálfstæð hugsun meðal þingmanna. Áhrif fjórflokksins myndu dvína og jafnvel hverfa. Alþingi tæki sér sterkari stöðu sem löggjafarsamkoma. Gerræðisvald formanna ríkisstjórnarflokka yrði úr sögunni.

Þingmaður er hefur sigur í einmenningskjördæmi hefur nálægari kjósendur á bak við sig. Kjósendur fylgjast betur með sínum þingmanni, úr sínu hverfi eða kaupstað. Fyrir gjörðir sínar þarf hann að svara, með mun ærlegri hætti í einmenningskjördæmi. Ólíklegra er að þingmaður úr einmenningskjördæmi fari gegn vilja fólksins í þágu flokks eða þrengri hagsmuna. Með einmenningskjördæmi verða þingmenn sjálfstæðari og þurfa að standa í lappirnar vegna vökulli augna kjósenda. Flokkslínur verða óskýrari. Grundvallarhugmyndir og hugsjónir félagshyggju vs frjálshyggju, alþjóðahyggju vs þjóðernishyggju, byggð vs borg, o.s.fr.v. myndu þó standa óhaggaðar. Hægrið og Vinstrið stæðu óhögguð – öfgalausari.

Eða viljum við afhenda næstu kynslóðum alþingið, framkvæmdavaldið og fjórflokkinn eins það lítur út í dag?
_____________________________

ÓRGrímsson segir það óábyrgt að gera lítið úr yfirvofandi VÁ sem Kötlugos er. Enn óábyrgara þykir mér að tíunda og undirstrika VÁ sem ekki er vitað hvort er til staðar.

Jafna:
Bandaríkjastjórn gæti grandað N-Koreu með kjarnorkuflaug = Katla gæti gosið á næstu dögum.

____________________________

Það þykir ekki fínt lengur að mótmæla fyrir utan heimili, eftir að Steinunn Valdís lenti í slíku.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Einmenningskjördæmi eru brilliant. Þannig getur flokkur með 30% atkvæða á landsvísu fengið meirihluta á Alþingi!

Tær snilld.

Einar sagði...

Nákvæmlega, þessi galli er augljós og flestir þekkja hann :) sérstaklega þau lönd sem notast við slíkt kerfi. Hversu tölfræðilega ólíklega sem það kann að reynast. Líklegra er að flokkur með 40-60% atkvæða nái meirihluta.

Smám yrði til kerfi tveggja stórra flokka, með mun smærri svæðis- eða eins máls flokka. Með sjálfstæðari þingmenn.

Shirokuma Brynjarsson sagði...

Til að svara nafnlausum, mætti ekki gera eins og í Frakklandi, hafa kosningar í tveimur lotum. Í fyrstu atrennu síast út allir nema þeir tveir atkvæðamestu, síðan væri kosið milli þeirra og það þyrfti hreinan meirihluta til að komast inn.

Það myndi þýða að sem flestir yrðu sáttir við þingmann sinn.

Nafnlaus sagði...

Einmenningskjördæmi að breskri fyrirmynd er slæm hugmynd. Það útilokar alveg alla nema 2 stærstu flokkana. Og meirihluti þingmanna mun koma frá stæsta flokknum með kannski 30% atkvæða á landsvísu. Ef eitthvað er verra en fjórflokkurinn, þá er það tvíflokkurinn í USA og UK.

Króna/EURO