fimmtudagur, 15. apríl 2010

Þjóðar-ó-sáttin

Sú frétt er athyglisverð að Björgvin G. Sigurðsson ætli að víkja tímabundið af þingi. Athyglisvert er að það skuli aðeins vera tímabundið! Í kjölfar hans mega fylgja:

Össur samherji Björgvins sem leyndi hann upplýsingum og kom í veg fyrir að hann gæti rækt skyldur sínar.
Árni Johnsen, dæmdur þjófur.
Bjarni Benediktsson, einn af viðskiptamönnunum með skerta siðferðisgreind.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrir tengsl sín við "Sjö hægri".

Í þeirra kjölfar mega fleiri víkja.

Svo má hefjast vinna við að leggja niður forsetaembættið og að kippa fótum undan fjórflokknum með breyttri kosningalögggjöf og kjördæmaskipan. Endurskoðun stjórnarskránnar þolir ekki öllu meiri bið. Strax má fela fjármálaeftirlitinu að útbúa lista yfir "óvini ríksins", sem eiga þess ekki kost að eiga í stórfelldum viðskiptum við fjármálafyrirtæki sem Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með.

Þaðan má stefna í þá átt að afnema verðtryggingu og koma eignarhaldi á fiskveiðiheimildum til ríkisins. En um þessi tvö mál er sérstök "þjóðarósátt" um.

Engin ummæli:

Króna/EURO