miðvikudagur, 8. desember 2010

Pólitískt rangeygður

Það er ágætt að vera ekki partur af stjórnmálasamtökum. Það er einhvern veginn eins og að vera áhangandi knattspyrnuliðs. Maður verður einhvern veginn blindur á leikinn. Tekur bara eftir því hvað annað liðið gerir vel eða illa. Svoleiðis verð ég þegar "ég held með" stjórnmálaflokki. Þegar illa gengur finnst mér þá að eigi að reka "stjórann" eða "skipta út" leikmanni. Og þegar "andstæðingurinn" skorar þá öskra ég á dómarann RANGSTAÐA (lesist: lýðskrum).

Pólitísk afstaða getur gert mann svo andskoti pólitískt rangeygðan.

Það er svo frjálslegt að hafa sitt eigið X í eigin vasa.

1 ummæli:

Krystal sagði...

Useful article, thank you for sharing the article!!!

Website: bloggiaidap247.com giúp bạn giải đáp bash là gì hay bash idol là gì và nhiều thông tin hữu ích

Króna/EURO