miðvikudagur, 1. desember 2010

Að gefa ráðgjöfum ráð

Nú hlýt ég að vera afskaplega heimskur og vitlaus að nefna þetta, sérstaklega þar sem ég er sammála manninum.

ENN, Sigurður Kári, varaþingmaður, bloggar (talar undir rós) um hvaða niðurstöðu skynsamlegt er að ráðgjafaþing um stjórnarskrána komist að. Ég stend í þeirri trú að þingmenn eigi að hafa þroska til að tjá sig ekki um breytingar á stjórnarskránni, þartil ráðgjafaþingið hefur skilað niðurstöðu.

Ósmekklegt að hópur fólks (þingmenn) sem engan veginn hefur verið hæft til að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrárplagginu skuli þurfa að vera með opin munninn vegna þess.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki búast við allt of miklum þroska xD -- sér í lagi frá stuttbuxnadeildinni.

Svo er best að skrifa Alþingismenn þegar þú fjallar um Stjórnalagaþing (ahem)

"þingmenn" sitja á Alþingi og Stjórnlagaþingi. Svo það er dáltið erfitt að átta sig á hvort þú meinar Alþingismenn eða Stjórnlagaþingmenn þegar þú talar um "þingmenn", ekki satt?

E.Ben sagði...

vel athugað... að sjálfsögðu á ég við alþingismenn .)

Króna/EURO