- Tryggvi telur sig ekki geta lifað á þingmannlaunum einum saman.
Tryggvi er enn að ljúga. Efri millistétt er ekki þeir sem geta ekki lifað af launum sem eru vel yfir meðallagi.
Amerísk skilgreining á "efri millistétt" hljóðar einhvernveginn svona: Þeir er hafa góða menntun og tekjur sem eru EKKI yfir meðallagi. Margir hverjir ráðgjafar, eða eru virtir að verðleikum sem fræði- eða fagmenn.
Að tilheyra efri millistétt fjallar um virðingarstiga og menntun frekar en laun eða ríkidæmi.
ERGO: Vandamálið hjá þér Tryggvi, er að þú ert ekki nógu skynsamur í eigin fjármálum. Þú lifir eins og kóngur og áttar þig ekki á stöðu þinni í lífinu. Þekkt fyrirbæri sem íslenska orðið "veruleikafyrring" nær að fanga svo auðveldlega og lýsir stöðu þinni ákaflega vel.