laugardagur, 7. maí 2011

Það var ekki fyrr en nú undanfarið að ég hef illa fylgst með fréttum og lítið skoðað heimsmálin eða landsmálin. Fór svo að fletta hér á internetinu áðan.

Og sé að Jónas hefur valtað yfir Egil. Leit aðeins á það.

Sá svo að Þráinn hefur hraunað yfir Þorgerði. Las fljótt yfir það.

Og að Páll útvarpsstjóri hefur hrokast út í Eið. Skautaði snöggt yfir það svell.

Komst að því að ég hef lítið lent í "battli" af þessu tagi. Ætli það sé heilbrigt? Eða Óheilbrigt? Er hollt að rífast og skammast með offorsi? Hlýtur að veita einhverja fróun - fyrst svo margir stunda það?

Væri ekki skemmtilegra að þetta fólk myndi yrkja níðvísur hvert um annað og jafnvel rappa þær - svo þetta yrði eilíf skemmtun?

Engin ummæli:

Króna/EURO