fimmtudagur, 13. október 2011

Ég er fáviti

Ég er einn af þessum fáráðlingum sem er Íslendingur. Ég nefnilega er ólýsanlega vitlaus. Ég yppti öxlum árin 2005, 2006, 2007 og 2008 þegar ég sá verðtryggða lánið mitt hækka daglega. Það var ég sem gerði það.

Hausinn á mér er líklega úr gegnheilu grjóti eins og alþingisveggurinn. Algjörlega óstarfhæft heilabú. Ég hef ekki kastað einu eggi þótt að eftir brauðstrit til margra ára ætti ég ekki skítinn í rassgatinu mér.

Ég er svo mikill aumingi. Ég hef horft á það, án þess að stynja eða ropa hvernig gagnsæja rúðan hennar ríkisstjórnar hefur horfið í móðu. Ég var svo vitlaus að trúa því að Eva Sólan skyldi vera frelsandi franskur engill með silfurfjaðrir Egils. Ég er með svo miklu drullu í hausnum að ég sætti mig líklega við að enginn virðist hafa brotið af sér á árunum fyrir þessa "litlu" kreppu sem við eigum við að etja.

Ég er svo heimskur að ég skil ekki af hverju fjármálafyrirtæki mega ekki fara á hausinn eins og önnur fyrirtæki. Það vantar svo margar heilafrumur í grjóthausinn á mér að ég virðist sannfærður um að best var að ég tapaði öllum eigum mínum svo enginn missti nú trú á skuldabréfamarkaðnum eða hlutabréfamarkaðnum sem er stjórnað af tölvum.

Ég er svo vitlaus að ég er til í að skulda peninga sem hafa aldrei verið til og ég hef aldrei fengið að láni. Ég er svo vitlaus að trúa því að ég skuldi 25 milljónir, þegar ég fékk 15 að láni. Hitt eru peningar sem hafa aldrei verið til. Það er eins og ég hafi verið skotinn með haglabyssu í barnæsku í gagnaugað, því ég er svo vitlaus að ég skil ekkert af þessu.

Ég verð bara að halda áfram að taka á mig skattahækkanir, þjónustuskerðingu, eignamissir, launalækkanir, verðbætur og heilsumissi svo að Ólafur í Samskip og Deutsche Bank geti lifað óbreyttu lífi. Það væri óþolandi ef Ólafur gæti nú ekki riðið Elton John í næsta afmælinu sínu. Það er svo óheilbrigt að vera gramur yfir svoleiðis hlutum sem eru eðlilegir á Íslandi. Það er svo leiðinlegt svona neikvætt fólk sem lætur ekki allt yfir sig ganga og er alltaf að nöldra á netinu. Ég verð bara að reyna að útvega mér DV blaðið frá því í síðustu viku sem ég hafði ekki efni á að kaupa, mig langar svo að vita hvernig ég get aðstoðað fleiri auðmenn í að vera áfram svoleiðis karlar í krapinu. Jón Ásgeir er kúl núna, hann segir að það sé ekki INN núna að vera mikið í einkaþotum og kavíar. Hann kann að tolla í tískunni. Hvað ef það væri í tísku?

Ég á örugglega bara eina heilafrumu, hún segir mér að vera áfram duglegur og elska alla sem gera ekkert í því að gera Ísland að betra landi. Ég er ekki með neina heilafrumu sem segir mér að allir inni á Alþingi séu fávitar með hvorugt eistað undir sér lengur. Mér hefur aldrei dottið í hug eina sekúnda að geldingarnir á Alþingi hafi látið beigja sig til að hugsa ekki heildstæða hugsun. Þaðan af síður hefur mér dottið í hug að gefa Jóhönnu Sigurðardóttur fokkmerki þegar ég sé hana í sjónvarpinu.

Nei heilafruman mín segir mér að vera stilltur strákur og fara út á bensínstöð og borga 250 krónur fyrir olíulítran svo að Steingrímur geti fengið 170 krónur. Nei heilafruman mín er góð, hún vill að ég mæti í vinnuna í kvöld svo að Halldór Ásgrímsson geti fengið eftirlaunin sín.

Nei ekki eina millisekúndu leyfi ég mér að vera neikvæður út í Árna Pál Árnason sem telur líklegast og eðlilegast að mér gangi best að lifa ef ég skulda 110% í íbúðinni sem ég ætti ef að ég hefði ekki borgað með henni til að losna við hana.

Nei ég er ákaflega glaður í hjarta, og veit ekki hvað ég myndi gera ef ég væri ekki svona heimskur og myndi missa þessa einu heilafruma sem ég hef enn til að bera.

19 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Snild og bara snild. Ég er líka fáviti.

Nafnlaus sagði...

Góður pistill Einar Ben. En "don't worry", þú ert í góðum félagsskap.
Haukur Kristinsson

Nafnlaus sagði...

Velkominn í klúbbinn

Nafnlaus sagði...

Góð grein. Ekki viss um að ég hafi fylllilega gert mér grein fyrir því áður þó svo ég hafi lifað tilfinningarnar en það er furðulegt að lifa í landi sem fóðrar ekki ættjarðarást og stolt heldur skömm og fyrirlitningu. Held að skammarlega stór hluti þjóðarinnar deili þessari tilfinningu og einhver eða einhverjir verða að fara að taka það alvarlega.

Í öllu falli er eina fordæmið sem ég hef frá ráða- og eignafólki þessa lands það að það borgi sig best að hugsa bara um sjálfan mig, skafa undir sig öllu sem maður getur og helst stinga af úr landi.

Sú var tíð að mér þótti skattheimtan í landinu sanngjörn í ljósi þeirrar þjónustu og lífskjara sem mér buðust í staðin. Ekki lengur, þeir meiga setja upp þá taxta og rukka það sem þeir vilja en í dag er ég nr. 1, 2 og 3.

Það er skömm frá því að segja en þetta er sá sem ég er orðinn og ég mun hugsa um sjálfan mig fyrst í öllum málum þangað til ég yfirgef þetta sker.

Ég vona að mér verði fyrirgefið en á meðan þetta rugl líðst þá er mér drullu sama.

Ég nenni ekki að vera hálfviti lengur.

Sigrún sagði...

Shit varstu að hugsa allt þetta þegar ég kastaði á þig kveðju í morgun þegar þú varst að taka bensín. Hefði kannski átt að stoppa og spjalla, peppa þig aðeins upp. Ákvað að sleppa því af því ég vissi þú værir fáviti. Fór frekar í sjoppuna og keypti mér sígarettupakka á 1000 kall!

Eirikur Emilsson sagði...

Snilld.

Eirikur Emilsson sagði...

Snilld.

Félagi minn fór frá Íslandi með skuldir á bakinu fyrir um 5 árum og einhver stofnun í Svíþjóð tók slaginn við Kaupþing fyrir hans hönd. Kom í ljós að hann skuldaði um 1/4 af því sem Kaupþing sagði... Vantar svona stofnanir á Íslandi.

Nafnlaus sagði...

Þetta er eins og talað frá mínu hjarta. Við íslendingar erum fatlaðir þegar kemur að því að verja okkur gegn ofríki og ofbeldi opinberra aðila og fjármálastofnanna. Á öllum kaffistofum röfla landsmenn og barma sér yfir skattlagningu, vöxtum, verðtryggingu og fleiru en aðeins 1% þjóðarinnar gefur sét tíma til að mótmæla. Fávitar heimsins ættu að standa uppúr sófunum og mæta á Austurvöll á laugardaginn.

Nafnlaus sagði...

Ertu að lýsa mér eða þér, Einar með fokcing gleraugun?

Arna Mosdal sagði...

Blessaður Einar minn. Já, lífið er dásamlegt fyrir okkur vanvitana og aumingjana sem eru alltaf brosandi út að eyrum. Ég átta mig heldur ekki á neinu, hef bara yndi af því borga lánin mín sem ég tók aldrei og vera á beit úti í garði þess á milli til þess að Óli geti fengið það hjá Elton á stórafmælum, Jón Ásgeir geti haldið áfram að dreifa gulli út á morgunmatinn. Oh, allur þessi dásamlegi hópur sem lyfti okkur upp hæstu hæðir árin 2000-2007. Á hann ekki skilið að fá frá okkur einhverja ávexti erfiðisins.
En meðal annarra orða - ekki áttu ættir að rekja til Djúpavogs?

Nafnlaus sagði...

við erum alltaf að láta traðka meira og meira á okkur þú ert góður Einar :)

Einar sagði...

Sko, Arna Mosdal - þótt ég sé nú fáviti þá á ég ekki ættir að rekja til Djúpavogs :)

Guðjón sagði...

Vonandi munu einhverjir sem hafa svifið um í fattleysisvímunni, vakna upp úr sælunni og sjái asnann í sinni réttu mynd, sem brosir til þeirra í speglinum.

Nafnlaus sagði...

Þú ert nú heppinn með heilafrumu Einar...

Nafnlaus sagði...

Og gleymum aldrei að á milli 1996-2007 Sjálfstæðisflokkurinn seldi sjálfstæði Íslands í nafni frjálshyggju, en þetta heitir bara MAFÍA. Gleymun aldrei örsakir ástandsins sem við erum í dag..

Nafnlaus sagði...

Takk ég er líka fáviti

Nafnlaus sagði...

Sem betur fer ertu heldur ekki að svekkja þig yfir því að Bjarni Ben og Engeyjingarnir hafi rænt N1 innan frá og fengið 3 ár eftir hrun til að dunda sig við það stofna önnur fyrirtæki eins og Tékkland en reikningar fyrir alla vinnuna við að steja upp Tékkland stöðvarnar voru sendir í N1. Lánadrottnar hafa nú yfirtekið N1 Engyjarnir eiga Tékkland og Lífeyrissjóðirnir afskrifa 5 miljarða vegna N1 og er það útskýrt vegna enduskipilags :-)

Nafnlaus sagði...

Gurri said....
Viðurkenndu bara að þú ert frá Djúpavogi

Nafnlaus sagði...

Frábær sjálfsskoðun hjá þér.
Hún á við flest okkar sem ekki erum í þessum 5% hópi þjóðarinnar sem græðir og græðir meðan heimilunum blæðir út. Svindlið og svínaríið er allstaðar, í lánunum okkar, matarverðinu, eldsneytinu, og svo er frosni fiskurinn sem sægreifarnir selja okkur á uppsprengdu verði 20% vatn.Þesi 5% þjóðarinnar vil hafa okkar ónýta gjaldmiðil áfram, sér til hagsbóta, skítt með hin 95 prósentin, þetta pakk. Svona ófremdarástand verður ekki lagað með silkihönskum

Króna/EURO