föstudagur, 25. nóvember 2011

保持國家安全 - 廢除了外國人

Grímsstaðir á Fjöllum er að stórum hluta örfoka land. Þar má teljast afrek að nokkur hafi búið í gegnum tíðina. Þar hefur verið veðurstöð og meðal annars mælst mesti kuldi á Íslandi, og bærinn hefur verið öryggispunktur hvað varðar umferð um auðnina milli Mývatns og Jökuldals. Landið er örfoka að miklu leyti en fjalladýrðin meiriháttar á nálægum slóðum. Dettifoss ein mesta náttúruperla Evrópu er nálægur. Ljósmengun er engin og norðurljósin í allri sinni dýrð á vetrarnóttum.

En þessi Nubo ljóðskáld ætlaði ekkert að kaupa Dettifoss eða Norðurljósin. Hann vildi kaupa stað til að byggja upp afskekkta ferðaþjónustu með hagnaðarmarkmið. Alveg í ÆTT við þær hugmyndir og rómantík sem VintriGræna samfélagið hefur lýst fyrir okkur í náttúru Íslands. Þarna var komið þetta "eitthvað annað" sem VinstriGrænir hafa fabúlerað um í 13 ár.

Þótt líklegt sé að golfvöllur á Grímsstöðum hafi verið stjarnfræðileg hugmynd vegna veðurfars og hæðar yfir sjávarmáli þá verður bara að segjast að ákvörðun Ögmundar Jónassonar er einhver sú skringilegasta á sér enga hliðstæðu hvað varðar atvinnuuppbyggingu í landinu. Þessi skætingur er ein stór móðgun við íbúa Norð-Austurlands. Við eigum að vera paradís á jörð, sem enginn kemst í nálægð við. Norð-Austurland skal vera eins og paradísin sem Vottar Jehóva boða. Eitthvað sem allir hafa heyrt um, en enginn fær að upplifa.

Væri ekki ágætt ef fleiri viðskiptamenn en hrunvíkingar og afskriftamenn festu ból hér á landi?

Nei, segir Ögmundur. Hann veit betur. Fyrir erlenda túrista telur hann mun betra að keyra bara Gullna Hringinn frá Reykjavík, kaupa krem í Bláa Lóninu og gista á Hótel Flugleiðum, og fara svo á djammið í miðborginni og fá sér hóru eða lauslátar unglingsstelpur.

Ég þekki Nubo ekki neitt.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú þekkir Nubo ekki neitt. “So what”, hversvegna ættir þú að þekkja Kínsann, jafnvel þótt hann éti harðfisk? Harðfiskur er líka herramannsmatur, en burt séð frá því éta Kínverjar allan andskotann, ekki síst hunda og ketti. En þú virðist vera meiri háttar naïve. Það stóð aldrei til að byggja þarna hótel eða golfvöll. Kínsinn var að ljúga þessu, plata ykkur og þið tókuð agnið.
Haukur Kristinsson

Guðmundur Þorsteinsson sagði...

Þessi setning er snilld :
"Norð-Austurland skal vera eins og paradísin sem Vottar Jehóva boða. Eitthvað sem allir hafa heyrt um, en enginn fær að upplifa."

Leiðinlegt hvað þetta er satt samt.

Nafnlaus sagði...

1) Hvar er samningur þess efnis að Nubo hafi ætlað að fjárfesta fyrir tiltekna upphæð ? Það er eitt að hafa hugmyndir en annað að hafa undirritaða fjárfestingaráætlun

2) Hugmyndir voru um byggingu hótels, gólfvölls o.s.frv. Við venjulegar aðstæður þarf ekki 300 km2 til þess arna

3) Ef viðkomandi fjárfestir telur að þetta sé mjög áhugaverður kostur, þá byrjar hann smátt og í sátt við samfélagið. Kaup á 300 km2 er ekki sátt.

4) "Norð-Austurland skal vera eins og paradísin ..." Erlendir ferðamenn koma til að skoða ósnortna náttúru. Það eru verðmætin. Eru menn ekki enn að ná þessari staðreynd. Norðmenn hafa allavega gert það (fyrir 30 árum).

Kveðja,
Björn Kristinsson

Nafnlaus sagði...

Landbúnaðarstyrkur EU í Danmörku fyrir óræktaða jörð er 2.240 dkr x 2.1 x 300.000 = 1.411.200.000 ískr. á ári.
Ætlaði Huang ekki bara að veðja á að við færum í EU?

Einar sagði...

Sæll Haukur,
Jájá og Vestfirðingar átu hnoðmör sem er mör sem er látinn mygla og svo hnoðaður í kúlu og eldaður. Takk fyrir að vera svona gáfaðri en við hálfvitarnir sem trúum því að fólk standi við eitthvað af því sem það segir. Þú getur kannski haldið fyrirlestur fyrir okkur og sýnt fram á hvaða rannsóknaraðferð þú beittir til að fá þessa niðurstöðu.

Sæll Guðmundur Ingi,
já!

Sæll Nafnlaus,
1. Var leitast eftir því að slíkur samningur væri gerður?
2. Það vildi svo til að bóndinn á 300 km í öðru veldi. Nú hefur hann verið sviptur eignafrelsi og fær ekki að ráðstafa eignum sínum.
3. Allar framkvæmdir eru háðar samþykki viðkomandi sveitarfélags, þar starfar fagfólk tilbúið til að vega og meta umsóknir um uppbyggingu.
4. Það er mjög hrokafullt viðhorf sem ríkir til "fjarlægari" byggða á Íslandi. Sýndarmennska, yfirlæti og forræðishyggja yfir öðrum íbúum landsins.

Sæll Nafnlaus,
held við ættum þá að ganga í Evrópusambandið EF þetta er rétt. Getum skilgreint þjóðlendurnar sem jarðir í eigu ríkisins og grætt stórfé á þessu öllu saman? Bara ef lífið væri svona einfalt.

Margeir sagði...

Miðaðvið lýsinguna sem þú sjálfur gefur á þessu landi sem hann ætlaði að kaupa þykir þér þá líklegt að hann segi satt þegar hann segist ætla að reysa þarna golfvöll og hótel á þessu svæði?
Hvað heldurðu að það verði hægt að spila golf þarna marga daga á ári?

Nei hann segir ekki satt svo ég treysti honum ekki.

Nafnlaus sagði...

Jafnvel þótt Núbó stofnaði skúffufyrirtæki, a la Magma, og léti það kaupa þá er ekkert sem segir að fyrirtækið, eins og Magma, seldi öðrum landið sem þeir ættu og hvað gætum við gert þá?

Einhverntíman trúi ég að Núbó snúi upp tánum eins og aðrir menn og hvað gætu þá erfingjar hans gert? Þeir gætu þessvegna losað sig við eigurnar fljótt og vel og baðað sig í skjótfengnu ríkidæmi.

Svo finnst mér fremur tortryggilegt hvernig fyrrverandi samgönguráðherra lætur. Er hann hræddur við að missa spón úr aski sínum ef áform Núbós ganga ekki eftir. Það má leiða getum að því að rekstrargrundvöllur Vaðlaheiðarganga minnki töluvert ef ekkert verður af framkvæmdum Núbós.

Það er skolli margir fletir á þessu máli og ég held það væri rétt að anda bara með nefinu.

ÞÚB

Króna/EURO