Það er ekki alltaf sem ég fíla þennan gaur, en ég sendi honum alla mína þumalputta lóðrétta beint til himins.
Það var nefnilega þannig að ég fékk ónot í miltað þegar Sighvatur Björgvinsson útskýrði fyrir okkur í Silfri Egils í gær af hverju verðtrygging og lífeyrissjóðir væru hrein og tær snilld, frá upphafi til enda - til eilífðarnóns.
Hann greinilega veit ekki, að við vitum, að verðtrygging er til að bæta rýrnað verðgildi krónu. Undir hann var lagður mikilvægur tími til að útskýra hvað verðtrygging gengur út á. Þetta vissum við öll.
Ég veit hins vegar ekki af hverju lánin mín þurfa að hækka ef arabískur prins fer í fýlu og neitar að selja olíu þann daginn, sem veldur verðhækkun á mörkuðum. Eða hvers vegna lánin mín hækka ef Morgunblaðið selst í færri eintökum, og það þarf að hækka áskriftargjaldið - og það leiðir til hækkunar vísitölunnar. Ennþá síður skil ég að lánin mín skuli hækka ef CocaCola hækkar í verði, þótt að ég geti valið að versla PepsiCola sem hækkar ekki í verði. Kannski skil ég þetta aldrei.
Svo þurftum við að horfa á þennan Sighvat Björgvinsson engjast um af gamalmennapirringi þegar okkar ágæti Vilhjálmur af Skaganum og Sigurður af Stormi voru svo vitlausir að samþykkja ekki það sem hrökk úr kokinu á honum.
Ég þoli ekki þegar dregnir eru fram í dagsljósið pissublautir fyrrverandi stjórnmálamenn sem kallað hafa yfir mig, fjölskyldu mína og vini áralanga efnahagslega bölvun - án þess að svo mikið sem sýna eitt andartak örlitla auðmýkt heldur stanslausan gamalmennapirring.
Styrmir Gunnarsson var í sama þætti. Hann veltir fyrir sér framtíðar þjóðskipulagi og vill breytingar sem hann vonar að verði til batnaðar. Það virði ég, þótt ekki sé alltaf hægt að vera honum sammála.
mánudagur, 13. febrúar 2012
mánudagur, 6. febrúar 2012
Sparnaður og tryggingar
Engu skiptir þótt lífeyrissjóðir verði "lýðræðisvæddir". Hvers konar persónur nenna að taka þátt í framboði til lífeyrissjóðsstjórna? Þarf ekki að hugsa þetta aðeins lengra? Hvernig í ósköpunum næst þannig betri ávöxtun? Væri ekki hægt að skipa lífeyrissjóðsstjórnir á annan hátt?
Lykilatriðið er að hvergi kemur fram hver höfuðstóll innlagnar sjóðsfélaga er í raun og veru. Hvergi kemur fram í yfirlitum hver er raunverulegur hluti tryggingarhluta annars vegar og söfnunarhluta hins vegar.
Góð lausn væri að skilja tryggingahluta frá söfnunarhluta, og yfirlit myndi sýna glögglega hvað hefur verið lagt inn í sjóðinn og hver innistæðan er í dag. Fái sjóðsfélagar þessa vitneskju verður sjálfkrafa til lifandi aðhald sjóðfélagana. Sjóður hvers félaga yrði svo raunveruleg eign, og myndi erfast innan fjölskyldna.
Mikil vinna ætti að vera framundan sem snýst um hvernig á að breyta lífeyrissjóðunum.
Lykilatriðið er að hvergi kemur fram hver höfuðstóll innlagnar sjóðsfélaga er í raun og veru. Hvergi kemur fram í yfirlitum hver er raunverulegur hluti tryggingarhluta annars vegar og söfnunarhluta hins vegar.
Góð lausn væri að skilja tryggingahluta frá söfnunarhluta, og yfirlit myndi sýna glögglega hvað hefur verið lagt inn í sjóðinn og hver innistæðan er í dag. Fái sjóðsfélagar þessa vitneskju verður sjálfkrafa til lifandi aðhald sjóðfélagana. Sjóður hvers félaga yrði svo raunveruleg eign, og myndi erfast innan fjölskyldna.
Mikil vinna ætti að vera framundan sem snýst um hvernig á að breyta lífeyrissjóðunum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)