mánudagur, 6. febrúar 2012

Sparnaður og tryggingar

Engu skiptir þótt lífeyrissjóðir verði "lýðræðisvæddir". Hvers konar persónur nenna að taka þátt í framboði til lífeyrissjóðsstjórna? Þarf ekki að hugsa þetta aðeins lengra? Hvernig í ósköpunum næst þannig betri ávöxtun? Væri ekki hægt að skipa lífeyrissjóðsstjórnir á annan hátt?

Lykilatriðið er að hvergi kemur fram hver höfuðstóll innlagnar sjóðsfélaga er í raun og veru. Hvergi kemur fram í yfirlitum hver er raunverulegur hluti tryggingarhluta annars vegar og söfnunarhluta hins vegar.

Góð lausn væri að skilja tryggingahluta frá söfnunarhluta, og yfirlit myndi sýna glögglega hvað hefur verið lagt inn í sjóðinn og hver innistæðan er í dag. Fái sjóðsfélagar þessa vitneskju verður sjálfkrafa til lifandi aðhald sjóðfélagana. Sjóður hvers félaga yrði svo raunveruleg eign, og myndi erfast innan fjölskyldna.

Mikil vinna ætti að vera framundan sem snýst um hvernig á að breyta lífeyrissjóðunum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Lífeyrissjóðir eru að spara almannatryggingar og því að stórum hluta skattur.Skattprósenta á Íslandi er nokkrum prósentum hærri en gefið er upp vegna lífeyrissj. framlagsins lögbundna.Skattar á Íslandi eru þá á pari við Norðurlöndin en ekki lægri eins og oft er talað um. Höddi

Nafnlaus sagði...

Góð hugmynd að því gefnu að inneignin sé tiltæk. Það er einsog Naflaus segir hér að undan: þetta er bara skattur.

Króna/EURO