föstudagur, 9. nóvember 2012

Kúbismi dagsins

Rak smettið í úrdrátt úr grein Vigdísar Hauksdóttur í Morgunblaðinu í dag. Þar fær hún þá flugu í höfuðið að enda "röksemdafærslur" sínar um fátækt með þessum orðum: „Hver ætlar að borða stjórnarskrána" – þegar ekki er til peningur til að kaupa mat?“

Ef ég gæti byrjað að stama þá væri sá tími kominn núna - það er bara ekki hægt að svara svona vitleysu. Þetta er einhvern veginn of absúrd -  svona eins og tilraun til kúbisma innan stjórnmálanna.

Hver ætlar eiginlega að éta grein úr Morgunblaðinu, þegar ekki er til peningur til að kaupa mat Vigdís?

Engin ummæli:

Króna/EURO