mánudagur, 19. nóvember 2012

Opið bréf frá mér

Kæru alþingismenn og konur

Efni: Sanngirni, verðtrygging og lausn.

STOPP! Við getum þetta ekki lengur. Lifað við fullkomna óvissu um hver skuldastaðan verður í lok hvers mánaðar, hvers árs og hvers áratugs. Við þolum ekki lengur að vera peð á taflborði fjármálahagkerfis sem er mikilvægara en nokkuð hjarta og nokkur samviska þessa lands. Við getum ekki staðið undir þessu lengur. Það eru til lausnir. Setjist niður og ræðið þær. Við erum að bíða. Við getum ekki beðið mikið lengur. Við verðum bráðum brjáluð. Við viljum sjálfsögð mannréttindi.

Þið hafið tækifæri á að verða hetjur morgundagsins. Þið getið gert sjálfsagðan hlut og hrósað ykkur af um ókomin ár sem bjargvættur íslensku alþýðunnar!

Hér fylgir ein lausn, sem er lagalega, siðferðislega og hagfræðilega hægt að koma í framkvæmd:

Markmið: Að auka sanngirni og að dreifa áhættu jafnt milli lánveitenda og lántaka hvað varðar verðtryggingu lána.

Lausnin: Lagður verður 50% skattur á verðtryggingu þann. 1. janúar n.k. Skatturinn greiðist beint til ríkisins af fjármálastofnunum og hvers kyns lánveitendum. Ríkið greiðir svo sömu upphæð sem vaxtabætur til lántakenda. Vaxtabæturnar greiðast hins vegar ekki út í reiðufé heldur sér ríkið um að greiða niður verðbætur um sömu krónutölu inn á hvert lán fyrir hönd lántakenda.

Afleiðingar: Aðgerðin hefði í för með sér margvíslegar afleiðingar sem sumar er hægt að sjá fyrir og aðrar ekki.

Ég veit að ég er algjört krútt og kannski kjáni. En er í alvöru ekki hægt að hlusta á mig?

Engin ummæli:

Króna/EURO