fimmtudagur, 26. september 2013

Gíslasaga

Það eru sjálfsagt margar hliðar á útgöngu Gísla úr pólitík. Ein er sú að hann hefur orðið undir í baráttunni um völdin í borginni innan D-listans. Hann er fjær því að verða borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins nú, en þegar hann ákvað að fara í sitt fyrsta prófkjör. Hann hefur líka orðið undir í lykilmálum, og það viðurkennir hann fúslega.


Þess vegna á pólitísk framtíð Gísla aðeins einn möguleika og það er að hætta tímabundið. Fara og vera svolítið skemmtilegur í sjónvarpinu í nokkur ár. Koma síðar aftur svolítið hressari og skemmtilegri og endurnýja sig sem valkost – núllstilla sig, CTRL-ALT-DEL.

Engin ummæli:

Króna/EURO