miðvikudagur, 11. september 2013

Harðari refsingar

Við Íslendingar höfum hin seinni ár komist að því að fyrirtæki í fákeppni koma sér upp samráðsgrundvelli til að hámarka hagnað sinn. Samkeppniseftirlitinu hefur tekist að sanna þessa staðreynd í nokkur skipti og hefur verið sýnt fram á að þetta er íslenskt lögmál.

Meðan afleiðingarnar eru minniháttar munu stjórnendur fyrirtækjanna sækja í áframhaldandi samráð. Fangelsisvist fyrir stjórnendur, hærri sektir og útilokanir eru refsingar sem við verðum að horfa til.


Að vera tekinn af Samkeppnisyfirvöldum má ekki verða eins konar gæðastimpill á stjórnendur. Alþingismenn verða að koma fram með leiðir í formi lagasetninga sem koma í veg fyrir að í viðskiptalífinu þrífist rottur sem hafa neikvæð áhrif fyrir neytendur,verðlag, samkeppnishæfni og þar með hagvöxt í landinu. Landráð af þessu tagi eiga ekki að líðast.



- Sé rétt að skipafélögin Eimskip og Samskip hafi haft ólöglegt samráð skulum við hafa í huga að nær öll innflutt vara kemur til landsins með þessum skipafélögum. Ekki væri óeðlilegt að gera ráð fyrir að um 15% af hilluverði í verslunum sé tilkomið vegna flutningsgjalda að meðaltali. Við getum svo spurt okkur hvaða áhrif þetta verðsamráð hefur haft á vöruverð í landinu, verðtryggð lán, samkeppnishæfni smærri fyrirtækja og svo mætti lengi telja.

1 ummæli:

nhuthuy sagði...

Thanks for sharing, nice post! Post really provice useful information!

Giaonhan247 chuyên dịch vụ mua nước hoa pháp từ việc mua hàng mỹ cũng như hướng dẫn cách mua hàng mỹ online và hướng dẫn cách mua hàng giá rẻ trên ebay cùng với chành xe vận chuyển hàng hóa đi campuchia và giải đáp nên mua gì trên ebay về VN uy tín.

Króna/EURO