þriðjudagur, 19. nóvember 2013

Færeyskur borgarstjóri?

Borgarpólitíkin er skrítin. Nú er búið að kynna til leiks Vestfirðing sem aðal hugsjónamann Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Á sama tíma kemur til greina að týna fram rykfallinn frakka í eigu Framsóknarflokksins, sérstakan kaftein landbúnaðarhagsmuna, sem borgarstjóraefni. Andstæðurnar eru kómískar.

Það hlýtur að vera Reykvíkingum áhyggjuefni að aðalhugsjónamenn borgarsamfélagins hafi verið átthagameistarar annars staðar á landinu til þessa. Snýst pólitíkin í Reykjavík ef til vill minna um hugsjónir en völd?


Verður borgarstjóraefni Vinstri Grænna kannski frá Færeyjum?

Engin ummæli:

Króna/EURO