fimmtudagur, 27. febrúar 2014

Aflandsbúar útilokaðir

Ákveðið hefur verið að framvegis skuli vegurinn um Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðaröræfi einungis ruddur tvisvar í viku.

Nú hefur innanríkisráðherra ef til vill hlaupið á sig. Þjóðvegur 1 í norðausturkjördæmi skal vera lokaður bílaumferð svo dögum skiptir. Skal vera lokuð mjólkurflutningum. Skal vera lokuð nauðþurftum. Skal vera lokuð ferðamönnum. Skal vera lokuð austfirskum aflandsbúum. Meira að segja er margvísleg framleiðsla aflandsbúa flutt um þennan veg, en ostur og fiskur eru kannski ekki í tísku.

Mikið held ég að þjóð eigi bágt sem getur ekki jafnað útgjöld stærstu snjómokstursáranna milli fjárlagaára. Nú vona ég svo sannarlega að fundin verði á þessu mannsæmandi lausn svo við aflandsbúar komumst leiðar okkar.

Vegagerðinni hafa meira að segja verið settar ákveðnar reglur, sem virðist vera tilvalið að brjóta, skv. þeim skal þessi leið mokuð sex daga í viku. Ætlast til þess að þingmenn kjördæmisins verði búnir að kippa þessum málum í liðinn áður en dagur rennur.

Eftirfarandi athugasemd frá upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar er rétt að birta hér:
Sæll Einar
þessi ráðstöfun er ekki gerð í sparnaðarskyni heldur vegna aðstæðna, sem við vonum að vari ekki lengi enda verður horfið hefðbundins moksturs um leið og aðstæður breytast. Sjá á vef Vegagerðarinnar, fréttir:

http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nr/6090

http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nr/6093

bestu kveðjur austur
Pétur Vegagerðinni

2 ummæli:

G. Pétur sagði...

Sæll Einar
þessi ráðstöfun er ekki gerð í sparnaðarskyni heldur vegna aðstæðna, sem við vonum að vari ekki lengi enda verður horfið hefðbundins moksturs um leið og aðstæður breytast. Sjá á vef Vegagerðarinnar, fréttir:

http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nr/6090

http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nr/6093

bestu kveðjur austur
Pétur Vegagerðinni

Nafnlaus sagði...

Wait....what? Á sem sagt að breyta áætlun og hætta reglulegum snjómokstri rétt á meðan aðstæður eru þannig að það er snjór? Stórkostlegt plan.

Króna/EURO