Maður segir ekki annað en "...andskotinn bara." við þessari frétt.
IMF semur um hversu langan tíma tekur fyrir Íslendinga að greiða skuldbindingar vegna Icesave. Greinilegt við erum ekki lengur borgarar sjálfstæðs ríkis.
...og fokkings nýlenduherrarnir í Bretlandi gera það sem þeir kunna best, að kúga saklausa.
____________
....og svo eru stýrivextir á Íslandi ekki nema ca. 818% hærri en í Danmörku.
____________
...gat loks keypt mér dósaupptakara á Egilsstöðum eftir 3 mánaða skort á slíkum verkfærum hér í bæ. Fékkst hjá farandsölu á ódýrum verkfærum í félagsheimilinu. !Alvöru sveitó!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Er ástæða til að taka þessi orð Gordon Brown fullkomlega trúanleg frekar en mörg önnur sem hann hefur látið falla um sömu atriði? Pólitískt spilirí eins og svo margt af hálfu breskra stórnvalda. AGS er ekki að semja fyrir Íslands hönd um innstæðutryggingar erlendis.
Mann setur nú bara hljóðan þegar maður les að fólk hafi ekki gert sér grein fyrir að það er búið að taka allt forræði af íslenskum stjórnvöldum. Hvað heldur fólk að sé hlutverk skrifstofu IMF á Íslandi? IMF er umsjónarstofnun fyrir gjaldþrota ríki sem lánardrottnar, í þessu tilviki UK, Holland og Þýskaland, setja til þess að hafa stjórn á þrotabúinu, svona eins og skilanefnd.
Við eigum að geta sparað okkur, skattgreiðendur þessa lands, mikil útgjöld með því að senda ríkisstjórn, Alþingi og stóran hluta af embættismannaliðinu heim til að klóra sér í ra........
Roswadowsky landsstjóri ræður hér því sem þarf að ráða.
Skrifa ummæli