miðvikudagur, 14. apríl 2010

Erum við apar?

Við erum á Íslandi – og erum Íslendingar. Vinnusöm og veiklunduð.

Ógengin í gegnum talsverða sjálfskapaða kreppu göngum við nú til verks og bendum hvert á annað – og segjum: “Nei, þú.”, “Það var hann.”, “Það var hún.” Góðu fréttirnar eru að það er rétt – það varst þú, það var hann og það var hún.

Við vitum í raun ekkert hvað gerðist í smáatriðum. Við höfum jú nú á mánudagsmorgun fengið að vita í smáatriðum hvað sumhver sagði og gerði, eða gerði ekki. Við vitum hins vegar ekki hvernig við urðum svona heimsk – við Íslendingar.

Hvar lærðum við að vera svona andskoti heimsk og gagnrýnislaus?

Hnignun íslensks samfélags er líklega rótin að þeim vanda sem við glímum við í dag. Við erum á byrjunarreit, eftir fall Babýlon. Stjórnmál og viðskipti eru talin vera okkur veikustu hlekkir. En líklega er þó réttast að siðferði okkar og skortur á réttsýni er okkar veikasti hlekkur. Það er hlekkurinn sem skilur milli manna og dýra – hlekkurinn milli manns og apa er týndur á Íslandi. Það hefur fyrir löngu gerst.

Verkefnið sem framundan er, er ansi stórt. Að tryggja að ekkert þessu líkt gerist aftur meðan nokkurt okkar lifir.

Við þurfum að kenna börnum okkar réttsýni, heiðarleika, gagnrýni og öguð vinnubrögð, byggð á rökum en ekki tilfinningum. En hvernig er hægt að framselja það sem við höfum ekki öðlast sjálf?

Jú temjum okkur réttsýni, heiðarleika, gagnrýni og öguð vinnubrögð svo við megum framselja kynslóðum þeim er takast á við arfleifð okkar.

2 ummæli:

Unknown sagði...

Verkið er bara að byrja. Það verður að rekja garnið allt upp. Það verður að spyrja nákvæmlega þessarar spurningar sem þú spurðir: hvernig urðum við svona.

Skýrsla RNA segir okkur það ekki -- einungis opinberar yfirheyrslur yfir núverandi og fyrrverandi leiðtogum. Fólki úr öllum geirum þjóðlífsins. Þetta dregur ekki úr ábyrgð gerandananna í hruninu. En þetta hjálpa okkur öllum hinum að byggja betra þjóðfélag.

Nafnlaus sagði...

Við vorum ekki öll meðvirk, við vorum ekki öll gagnrýnislaus. Fjölda margir, þar á meðal við sem teljum okkur vinstri-græn, gagnrýndum og voru kölluð fjallagrasatínarar fyrir bragðið. Það er ENGIN lækning til við þessu nema að leggja kapítalismann alveg af og stofna hér alvöru, sósílistískt alþýðulýðveldi.

Króna/EURO