Lífeyriskerfið stendur - og er skrifað í bók eins og um boðorðin tíu sé að ræða. Lög um lífeyrissjóði eru lítið gagnrýnd af stjórnmálafólki, samtökum launafólks og almenningi - svona rétt eins og GUÐ hafi talað þegar lífeyriskerfið var njörvað niður.
Er lífeyriskerfið kannski DRASL og DÓT?
Einnig þyrfti að einfalda útreikning lífeyrisréttinda. Hægt væri að sjá fyrir sér að samtryggingardeild rukkaði iðgjöld trygginga og stæði undir tryggingahluta lífeyriskerfisins. Svo yrði sérstök lífeyrissöfnunardeild sem gæfi út með reglulegum hætti hver nákvæmlega inneign sjóðfélaga er á hverjum tíma. Inneignin yrði svo bundin erfðalögum eins og aðrar sjóðainnistæður í landinu. Útgreiðslukerfi þarf að rýmka og gera sveigjanlegt að einhverju marki.
Eða er það kannski ekki bilun að safna 10% tekna sinna í sjóð, allt sitt líf - og deyja svo 68 ára án þess að nokkur ættingji þinn njóti einu sinni góðs af því?
Er núverandi kerfi kannski tilvalin leið til að halda fátækum fjölskyldum áfram fátækum?
Annar stór kostur við að gefa út nákvæma inneign sjóðsfélaga, og binda í erfðalög, er að allir launþegar í landinu verða um leið áhugasamir um rekstur lífeyrissjóða - og láta sverfa til stáls um leið og mistök eru gerð í rekstri sem leiða til lækkunar innistæðna. Þetta myndi leiða til betri sjóðastjórnunar.
6 ummæli:
fínar hugmyndir.
tek undir með nafnlausum
Ef þú af einhverjum ástæðum missir heilsu til að vinna eftir örfá ár á vinnumarkaði, færðu greitt úr sjóðnum til æviloka eins og þú hefðir borgað alla ævi. Ef ég dey áður en ég kemst á ellilífeyri, þá er ég alveg sátt við að öryrkjar fái að njóta þess sem ég hef borgað. Það gæti orðið þú, einhver ættingi minn, eða þá einhver annar. Mér er alveg sama hvaða öryrki það yrði sem fær mínar greiðslur, hann þarf örugglega á því að halda. En ég er ekki til í að þær fari í að borga fyrir flottræfilshátt "millistéttarinnar." Séreignasjóður erfist hinsvegar. Er ekki bara gott að hafa þetta blandað?
Samtryggingarhlutinn er í raun tryggingastarfsemi. Séreignasparnaðurinn er í raun bankastarfsemi.
Eina sem þessi grein segir að vanþekking þín á viðfangsefninu er algjör. Lífeyrissjóðir eru trygging sem býður uppá inngreiðslur en á móti útgreiðslur í samræmi við inngreiðslur, sem getur verið frá 67 ára til æviloka, hvort sem er í ár eða 40 ár ef þú verður 107 ára. Með sama hætti eru örorkubætur greiddar til þeirra sem missa starfsgetu. Þá eru réttindi mismunandi í lífeyrssjóðum þannig að þetta er ekki bara spurning um kostnað heldur líka réttindi. Þannig ávinna sjóðfélagar hinna ýmsu sjóða sér ekki endilega sömu réttindi fyrir hverja innborgaða krónu, þar ræður líka mismunandi vægi ellilífeyris og örorkulífeyris. Þannig er það mismunandi hagkvæmt fyrir sjóðfélaga að sameina í einn sjóð, sumir hagnast aðrir tapa. Einn sjóður tapar aldrei því skattborgarar greiða það er LSR.
Það er fínt að segja mig þekkingarlausan - því þú virðist ekki skilja inntakið! Semsagt nánast algjörlega þekkingarlaus eða hvað?
Lífeyriskerfið er samsoðningur samtryggingar og sparnaðar. Um það er ekki hægt að deila.
Um leið og peningar fara inn í sameiginlega hít þar sem fólk missir sjónar á hvað er hvað - þá dregur úr aðhaldi - þannig er nú það.
Önnur staðreynd er að sjóðirnir eru ekki hagkvæmar rekstrareiningar.
Guðný - enda tala ég um samtryggingu - tryggingahluta og lífeyrishluta, um það tala ég skýrt. Annars veistu, Guðný, að mér er alls ekki sama lengur hver fær að njóta minnar áorkun í gegnum lífið. Svoleiðis er það. Kannski er ég ekki eins "göfugur" og þú.
kveðja E.Ben.
ps. svo hefði verið gaman að nöfn þeirra gáfuðu sem kalla aðra þekkingarlausa mættu koma fram.
Skrifa ummæli