föstudagur, 13. maí 2011

Klappstýran í Hörpunni

Veskið mitt vældi eins og gömul fiðla í kvöld - vitandi það hvað Harpan kostaði.

Við verðum að þakka Björgólfi Guðmundssyni fyrir Hörpuna. Án hans hefðum við aldrei getað setið fyrir framan sjónvarpið í kvöld og dáðst að Hörpu. Þetta er allt honum að þakka. Hverjum öðrum hefði dottið í hug að reisa svo frábært hús. Áfram BJÖGGI!!!!

Og jákvæða umfjöllunin alveg áreynslulaus - koma svo Íslendingar - látum bara eins og við höfum viljað þetta hús? Áfram Björgólfur.

___________

Horfði á forsetann - hann var ágætis klappstýra þarna í Hörpunni í kvöld. Soldið táknrænt einhvern veginn að einhvern veginn að forsetinn skuli hafa verið aðalklappari á opnunarhátíð Hörpunnar. Frábært Björgólfur! Klöppum fyrir Björgólfi!

Þannig upplifði ég þetta, auðvitað voru einhverjir iðnaðarmenn þarna sem voru að klappa fyrir flottum flutning Sinfó o.fl.

- EN ég held að forsetinn hafi verið að klappa fyrir Björgólfi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eigum við að skoða kostnaðinn við flugvöllinn á Egilsstöðum eða göngin milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar.

Ég grét ekki þegar ég skoðaði þessi glæsilegu mannvirki, heldur gladdist fyrir ykkar hönd!

Kv. Guðbjörn Guðbjörnsson

Einar sagði...

Sæll Guðbjörn, já það er rétt - ég ætti að fara að skoða Hörpuna - gagnrýnislaust? Af því að það eru til göng á Austfjörðum?

Eða af því það vaxa ólívur í Suður-Evrópu?

Króna/EURO